Author Archives: dyrleifgud

Ný námskeið að hefjast hjá FEB á nýju ári – viltu ekki vera með?

Gleðilegt nýtt ár kæru félagsmenn Vekjum athygli ykkar á þeim námskeiðum sem eru að hefjast hjá FEB næstu daga: Föstudaginn 12. janúar hefjast ný námskeið í Íslendingasögum. Á vorönn 2024 verður Egils saga tekin fyrir, en það er tilhlökkunarefni að lesa þessa stórbrotnu sögu. Mánudaginn 15. janúar byrja námskeiðin í spænsku að nýju. Uppselt er…

Opnunartími FEB yfir hátíðarnar

Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með föstudeginum 22. desember til mánudagsins 1. janúar 2024. Opnum aftur þriðjudaginn 2. janúar kl. 10:00 hress og kát. Starfsmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum einkar ljúf samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi…

Hátíð í bæ – Aðventustund FEB 2023

Mánudaginn 4. desember frá kl. 14:00 – 16:00 ætlum við að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókarkynningu og kórsöng. Við fáum Vilborgu Davíðsdóttur rithöfund í heimsókn og mun hún kynna fyrir okkur nýjustu bók sína LAND NÆTURINNAR bæði í tali og myndum. LAND NÆTURINNAR er áhrifamikil og spennandi skáldsaga sem…

Fundur hjá FEB – sjálfboðaliðar og náttúruvernd

FEB býður félagsmönnum  á kynningu á alþjóðlegu verkefni fyrir 60+ um náttúruvernd,  miðvikudaginn 15. nóv. kl. 13:30 í sal FEB í Stangarhyl 4. Kynninguna heldur Julie Kermarec sérfræðing hjá Umhverfisstofnun en þar kynnir hún verkefnið Grey4Green. Um verkefnið Umhverfisstofnun stýrir verkefninu Grey4Green, sem snýst um að þróa sjálfboðaliðaverkefni í náttúruvernd meðal fólks sem er eldra…

Starfsgreinasambandið styður kröfur LEB! FEB fagnar.

Það hefur verið eitt helsta baráttumál LEB að verkalýðshreyfingin leggist á árarnar með LEB að bæta kjör eldra fólks, enda flest fyrrum félagar þeirra til áratuga. FEB hefur verið virkur þátttakandi innan LEB í þessari vinnu. Sjá nánar upplýsingar hér á heimasíðu FEB undir Hagsmunar- og baráttumál eða HÉR Það voru mikil vonbrigði þegar hinum…

Sviðaveisla FEB

Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 11. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00. Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og með því. Örn Árnason, leikari og skemmtikraftur mætir á svæðið og skemmtir félagsmönnum af sinni alkunnu snilld….