Author Archives: dyrleifgud

Endurtekinn fræðslufundur – Ertu að undirbúa starfslok eða ertu þegar hætt/hættur?

Lífeyrismál, starfslok og TR Vegna mikillar eftirspurnar ætlar FEB að endurtaka leikinn frá því í lok nóv. og bjóða félagsmönnum upp á aðra kynningu með Birni Berg Gunnarssyni um lífeyrismál. Kynningin verður haldin snemma árs 2025 eða þriðjudaginn 7. janúar nk. kl. 18:00 í sal félagsins í Stangarhyl 4. Með þessari tímasetningu er FEB að reyna að koma…

Er þín tekjuáætlun hjá TR rétt?

Við bendum lífeyrisþegum á að það er mjög mikilvægt að fara yfir tekjuáætlun sína frá TR og uppfæra í takt við hugsanlegar eða fyrirsjáanlegar breytingar. Til að tryggja að útreikningur TR á lífeyri sé sem réttastur þurfa þessar upplýsingar að liggja fyrir sem fyrst. Rétt og uppfærð tekjuáætlun kemur í veg fyrir að leiðrétta þurfi…

Að loknum Alþingiskosningum.

Úrslit úr ný afstöðnum kosningum voru um margt merkilegar. Áhugavert verður að fylgjast með hvað ný ríkisstjórn mun beita sér mikið í bættum lífskjörum eldri borgara. Hafandi í huga þau kosningaloforð sem þessir flokkar sem ætla að mynda ríkisstjórn héldu á lofti. LEB og FEB létu vel í sér heyra í kosningabaráttunni og lauk með…

Hátíð í bæ – Aðventustund FEB 2024

Mánudaginn 2. des. frá kl. 14:00 – 16:00 ætlum við í FEB að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókarkynningu og kórsöng. Við fáum til okkar í heimsókn þjóðfræðinginn og rithöfundinn  Benný Sif Ísleifsdóttur og ætlar hún að kynna nýjustu skáldsögu sína Speglahúsið, sem fjallar um þrjár konur á tveimur tímaskeiðum…

Fræðslufundur – Ertu að undirbúa starfslok eða ertu þegar hætt/hættur?

Lífeyrismál, starfslok og TR FEB hefur fengið Björn Berg Gunnarsson til að vera með kynningu fyrir félagsmenn á lífeyrismálum þann 25. nóv. nk. kl. 13:00 í sal félagsins í Stangarhyl 4 Við viljum öll hafa það gott fjárhagslega. Til að svo megi vera á lífeyrisaldri reynir á að teknar séu réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur, mikilvægt er að…

Framundan er einstök sviðaveisla FEB

Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 2. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00. Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og viðeigandi meðlæti. Örn Árnason leikari verður veislustjóri. Rúsínan í pylsuendanum verður svo þegar þau Diddú og Jónas…