Ný spænskunámskeið að hefjast

Mánudaginn 26. febrúar hefjast ný 6 vikna spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir.
Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða.

Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa:
– Spænska 1 Ætluð byrjendum –  (mánud. og miðvikud. kl. 9:00-10:30)
– Spænska 2 Ætluð þeim sem eitthvað eru komnir af stað – (miðvikud. 10:45-12:15 og fimmtud. kl.12:30-14:00)
– Spænska 3 Ætluð þeim sem lengra eru komnir – (mánud. kl.10:45-12:15 og fimmtud. kl. 14:15-15:45)

Uppbygging námskeiða: tvisvar sinnum í viku í 6 vikur í senn.
Verð: 24.000 kr.
Staðsetning: Ásgarður, salur FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík.

Sjá einnig í Viðburðadagatalinu á heimasíðu FEB.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is