Sviðaveisla FEB

Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 11. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00.

Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og með því. Örn Árnason, leikari og skemmtikraftur mætir á svæðið og skemmtir félagsmönnum af sinni alkunnu snilld.
ATH. við náðum mjög hagstæðum samningum og getum því boðið sama verð og í fyrra 😊

Aðgangseyrir: 7.000 kr.
Hvar: Ásgarður, salur FEB í Stangarhyl 4
Hvenær: Laugardaginn 11. nóv. milli kl. 12:00 – 14:00
Veislustjóri/skemmtun: Örn Árnason

Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR og verður lokað fyrir bókanir að kvöldi 7. nóvember 2023.