Fjármál

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni fær lang stærstan hluta af tekjum sínum í gegnum aðildargjöld félagsmanna. Töluvert minni hluti teknanna er ágóði af útleigu salarins á 2. hæð, tekjur af félagsstarfseminni í salnum, af innan- og utanlandsferðum félagsins og tekjur af sölu tækifæriskorta. Kostnaðurinn af félagsstarfseminni er þó oft á tíðum jafn hár og tekjurnar, enda er einungis stefnt að því að hafa fyrir launum starfsmanna og kostnaði við rekstur hússins með þeirri gjaldtöku sem þar er stunduð.

Rekstur félagsins hefur verið nokkuð þungur síðustu misseri ekki síst vegna áhrifa COVID-19 á félagsstarfsemi og ferðalög FEB, auk þess sem útleiga á salnum hefur nánast legið niðri. Félagið leggur hins vegar metnað sinn í að láta erfitt árferði ekki hafa áhrif á félagsstarfið og sníðir sér frekar stakk eftir vexti.

Ársreikningur FEB 2020
Ársreikningur FEB 2019
Ársreikningur FEB 2018
Ársreikningur FEB 2017
Ársreikningur FEB 2016
Ársreikningur FEB 2015