Til Lissabon eða Varsjár með FEB-ferðum

Vorum að opna fyrir bókanir á ferð til Lissabon dagana 7. til 11. október og við eigum enn nokkur sæti laus til Varsjá dagana 21. til 24. júní.

Lissabon (7. til 11. október)
FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir bjóða upp á fjögurra nátta haustferð til Lissabon, en hún er ein fallegasta borg Evrópu og býður upp á stórkostlegar byggingar, nýjar og gamlar, falleg torg og mikla sögu. Farið  verður í göngu- og skoðunarferðir vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað m.a. hið fræga Alfama hverfi. Hópurinn mun m.a. fara saman á FADO kvöld, þar sem snæddur verður kvöldverður  en Portúgal er heimsfrægt fyrir FADO tónlist.
Á  síðasta degi verður farið í skoðunarferð um yndislegt landslag Portugal, þar sem á vegi hópsins verður strandbærinn Cascais og hið glæsilega hérað Sintra, þar sem konungar Portúgal byggðu hallir sínar.  Einnig verður komið við á vestasta höfða meginlands Evrópu, Cabo da Roca áður en farið verður á flugvöllinn á leiðinni heim.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir
Verð: 197.000 kr. á mann í tvíbýli en 266.000 kr. fyrir einbýli

Varsjá (21. til 24. júní)
FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir bjóða upp á einstaklega fróðlega og spennandi þriggja nátta ferð til Varsjár. Vinsældir Varsjár hafa aukist enda borgin glæsileg, hreinleg, með áhugaverða sögu, ódýrar verslanir, söfn og merkilegar byggingar og mörg afbragðs veitingahús á alþjóðlegan mælikvarða.
Meðal annars verður farin áhugaverð gönguferð um gamla miðbæinn og skoðunarferð með rútu vítt og breitt um borgina og það markverðasta skoðað. Einnig verður farið í Lazienki garðinn á útitónleika þar sem spiluð verða verk eftir Chopin, þjóðartónskáld Pólverja og margt annað áhugavert gert.
Fararstjóri: Lilja Hilmarsdóttir hjá Betri ferðum
Verð: 169.000 kr. á mann í tvíbýli en 193.000 kr. fyrir einbýli

Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR .

Að auki erum við með margar innanlandsferðir til sölu og aðventuferðir til Heidelberg fyrir jólin. Sjá nánar hér á heimasíðu FEB feb.is.