ÍBÚÐIR BYGGÐAR AF FEB FÉLAGI ELDRI BORGARA Í REYKJAVÍK


SJÁ TEIKNINGU | SJÁ LOKATEIKNINGAR

Félag eldri borgara í Reykjavík hefur í gegnum tíðina byggt tæplega 500 íbúðir en þær eru Grandavegur 47, Eiðismýri 30, Árskógar 1-3, Árskógar 6-8, Hraunbæ 103, Hólaberg 84, Skúlagata 20 og Skúlagata 40.

Þinglýstar kvaðir á íbúðum byggðum af FEB:

 1. Íbúðirnar má aðeins selja félagsmönnum í Félagi eldri borgara (FEB), sem eru 60 ára eða eldri og í íbúðunum mega ekki aðrir búa en þeir og makar og uppkomin börn þeirra, nema stjórn FEB samþykki undanþágu frá því um stundarsakir, t.d. vegna fjölskylduástæðna eigenda.
 2. Íbúðareiganda er heimilt að leigja íbúð sína öðrum félögum í FEB, enda fullnægi leigutaki skilyrðum 1. töluliðar hér að ofan.
 3. Stjórn FEB sker úr um hvort væntanlegur kaupandi eða leigutaki fullnægi ofangreindum skilyrðum.
 4. Hljóti maki skráðs íbúðareiganda eða sambýlismaður/kona íbúð í arf eða við búskipti er honum heimili yfirtaka íbúðarinnar, búseta í henni og notkun, með þeim takmörkunum sem í 1. og 2. tölulið greinir, að undanskildu aldurskilyrðinu fyrir eigandann sjálfan.
 5. Erfingjum íbúðareiganda er heimilt eignarhald á íbúð fyrir arftöku, enda sé fullnægt skilyrðum 1. og 2. töluliðar um notkun.

Ofangreindar kvaðir gilda um eftirfarandi hús:

 • Grandavegur 47 – byggt 1988-1989 (72 íbúðir)
 • Skúlagata 40, 40a og b – byggt 1989-1991 (64 íbúðir)
 • Hraunbær 103 – byggt 1990-1991 (47 íbúðir)
 • Árskógar 1-3, byggt 2017-2019 (68 íbúðir)
 • Árskógar 6 og 8 – byggt 1991-1993 (101 íbúð)
 • Eiðismýri 30 – byggt 1994-1995 (26 íbúðir)
 • Skúlagata 20 byggt – 1996-1998 (76 íbúðir)

Aðrar en svipaðar kvaðir gilda fyrir íbúðir sem byggðar hafa verið á vegum félagsins við Hólaberg – Fagraberg.
Þar er m.a. kveðið á um aldursmörk 67 ára og reglur er varðar útreikning verðs við sölu eignar. Kvaðir þessar voru kynntar upprunalegum kaupendum og koma fram í gögnum við sölu þeirra í upphafi.
Söluverð íbúðar má aldrei vera hærra en kostnaðarverð hennar, að viðbættri verðhækkun sk. vísitölu byggingarkostnaðar, en að frádreginni hæfilegri fyrningu eða 2% á ári.
Þinglýsingardómara ber að ganga úr skugga um lögmæti þeirra gagna sem tekin eru til þinglýsingar.

Yfirlit um húsnæðismál eldri borgara í Reykjavík, minnisblað frá 2015

Efni: Mannfjöldaþróun, þarfagreining vegna uppbyggingarstefnu Reykjavíkurborgar í húsnæðismálum m.t.t. þjónustuíbúða eldri borgara, þróun biðlista eftir þjónustu- og öryggisíbúðum sem velferðarsvið úthlutar í 2010 – 2014 og framtíðarsýn varðandi húsnæði fyrir eldri borgara.