Category Archives: Fréttir

Vilt þú vera fulltrúi FEB á landsfundi LEB?

Ágæti félagsmaður Þriðjudaginn 9. maí n.k. hefur Landssamband eldri borgara (LEB) boðað til landsfundar. Fundurinn verður haldinn í Borgarnesi, í Hjálmakletti sem hýsir Menntaskóla Borgarfjarðar og hefst kl. 9:30 með afhendingu fundargagna. Gert er ráð fyrir að fundarstörfum ljúki í síðasta lagi kl. 17.00. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur rétt á…

Langar þig ekki á dansleik?

Við erum byrjuð að dansa aftur eftir páskafrí og minnum á dansleik FEB sunnudaginn 16. apríl sem byrjar stundvíslega kl. 20:00. Við bjóðum sérstaklega velkomna alla nýja dansunnendur og ætlum að leggja okkur fram við að taka vel á móti þeim. Við erum afar þakklát þeim dansunnendum sem mæta reglulega og bjóðum þá að sjálfsögðu…

Spænskunámskeiðin byrja aftur strax eftir páska

Miðvikudaginn 12. apríl hefjast ný 5. vikna spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir. Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa: – Spænska 1…

Langar þig í spennandi ferð til Varsjár?

Nú hefur FEB-ferðir í samvinnu við Betri ferðir sett í sölu ferð til Varsjár dagana 21. – 25. júní – Skelltu þér með okkur 😊 Um er að ræða einstaklega skemmtilega, fróðlega og spennandi ferð. Vinsældir Varsjár hafa aukist enda borgin glæsileg, hreinleg, með áhugaverða sögu, ódýrar verslanir, söfn og merkilegar byggingar og mörg afbragðs…

Ályktun aðalfundar FEB 2. mars 2023

Aðalfundur FEB hvetur Landssamband eldri borgara til öflugrar og eindreginnar baráttu fyrir þeim forgangskröfum sem fyrir liggja í kjarabaráttu eldra fólks. Ályktunin er hér að neðan í heild sinni: Ályktun aðalfundar FEB 2. mars 2023 – Tillaga – Aðalfundur FEB 2023 lýsir yfir vonbrigðum vegna þess algera tómlætis, sem ráðamenn hafa sýnt kjörum aldraðra og…