Category Archives: Fréttir

Mannréttindadómstóll Evrópu tekur mál Gráa hersins gegn íslenska ríkinu til efnismeðferðar

Frétt sem birtist á heimasíðu LEB 6. janúar 2025 Í nóvember 2022 kvað Hæstiréttur upp dóm í málum Gráa hersins og þriggja ellilífeyristaka gegn íslenska ríkinu vegna skerðinga ellilífeyris almannatrygginga. Dómurinn féll ríkinu í vil, en hann  var strax kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg. Nú hefur dómstóllinn tilkynnt að hann hyggist taka tiltekna þætti…

Nýárskveðjur og stuttar fréttir af félagslífi FEB

Starfsmenn og stjórn FEB óskar félagsmönnum gleðilegs nýs árs, með von um að gæfan fylgi ykkur um ókomna framtíð. Á næstu dögum eru námskeið og klúbbar FEB að fara af stað aftur eftir jólafrí og eru áhugasamir félagsmenn hvattir til að skrá sig sem allra fyrst því eftirspurnin er mikil. Ekki er búið að tímasetja…

Opnunartími FEB yfir hátíðarnar og jólakveðja

Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með mánudeginum 23. desember til og með miðvikudeginum 1. janúar 2024. Opnum aftur fimmtudaginn 2. janúar kl. 10:00 hress og kát. Starfsmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum góð samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á…

Endurtekinn fræðslufundur – Ertu að undirbúa starfslok eða ertu þegar hætt/hættur?

Lífeyrismál, starfslok og TR Vegna mikillar eftirspurnar ætlar FEB að endurtaka leikinn frá því í lok nóv. og bjóða félagsmönnum upp á aðra kynningu með Birni Berg Gunnarssyni um lífeyrismál. Kynningin verður haldin snemma árs 2025 eða þriðjudaginn 7. janúar nk. kl. 18:00 í sal félagsins í Stangarhyl 4. Með þessari tímasetningu er FEB að reyna að koma…

Er þín tekjuáætlun hjá TR rétt?

Við bendum lífeyrisþegum á að það er mjög mikilvægt að fara yfir tekjuáætlun sína frá TR og uppfæra í takt við hugsanlegar eða fyrirsjáanlegar breytingar. Til að tryggja að útreikningur TR á lífeyri sé sem réttastur þurfa þessar upplýsingar að liggja fyrir sem fyrst. Rétt og uppfærð tekjuáætlun kemur í veg fyrir að leiðrétta þurfi…

Að loknum Alþingiskosningum.

Úrslit úr ný afstöðnum kosningum voru um margt merkilegar. Áhugavert verður að fylgjast með hvað ný ríkisstjórn mun beita sér mikið í bættum lífskjörum eldri borgara. Hafandi í huga þau kosningaloforð sem þessir flokkar sem ætla að mynda ríkisstjórn héldu á lofti. LEB og FEB létu vel í sér heyra í kosningabaráttunni og lauk með…