Nú tökum við upp þráðinn að nýju eftir gott sumarfrí. Tíu vikna Íslendingasögunámskeið hefst föstudaginn 17. september þar sem kennarinn er, eins og áður, hinn eini sanni Baldur Hafstað. Nú á haustönn verður tekin fyrir stutt saga sem ber heitið Bandamanna saga, en síðan verður farið yfir valda kafla úr Sturlungu. Bandamanna saga er bráðskemmtileg…
Author Archives: dyrleifgud
Vegna mikillar eftirspurnar bjóða FEB ferðir í öðru sinni nú í sumar, upp á dagsferð til Vestmannaeyja. Farið verður miðvikudaginn 25. ágúst og auðvitað eru það þau Kári Jónasson og Gerður G. Sigurðardóttir sem sjá um leiðsögnina. Síðasta ferð var einstaklega vel heppnuð þar sem veðrið lék við okkur eins og sjá má á myndinni…
Minnum á hin geysivinsælu Zumba Gold námskeið og Sterk og liðug sem byrja aftur í sal FEB í Stangarhyl 4, þriðjudaginn 24. ágúst. Um er að ræða 8 vikur í senn, þar sem leiðbeinandinn er Tanya Dimitrova. Zumba Gold námskeið Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar…
FEB í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður félagsmönnum upp á frían fyrirlestur um „ættfræðigrúsk á tölvuöld“ með vísunum í sögu og þróun íslensks samfélags á síðustu 150-200 árum. Skemmtileg og fróðleg stund um ættfræði á Íslandi þar sem fyrirlesari er Stefán Halldórsson. Fyrirlesturinn tekur um eina klukkustund og verður haldinn í húsnæði FEB í Stangarhyl…
Nú höfum við opnað skrifstofuna aftur að loknu sumarfríi og tilbúin í slaginn að þjónusta ykkur eftir fremsta megni. Því miður setur Covid ástandið strax svolítið strik í reikninginn en vegna þess þurfum við því miður, að fella niður ferðina um Kjöl um Fjörður, Flateyjardal og Tröllaskaga sem fara átti dagana 8. til 11. ágúst….
Skrifstofa Félags eldri borga í Reykjavík og nágrenni lokar vegna sumarleyfa dagana 15. júlí til og með 4. ágúst. Hafið þið það sem allra best og njótið sumarsins.