Fjáröflun

Tækifæriskort
Jólakortasala hefur verið ein lykil fjáröflunarleið félagsins til þessa. Nú bregður svo við að margir eru hættir að senda jólakort. Félagið hefur því ákveðið að gefa út tækifæriskort í sama tilgangi og vonum við að félagsmenn og aðrir velunnarar muni taka þeirri fjáröflun vel. Tækifæriskortin verða send félagsmönnum ásamt greiðsluseðli nú á haustmánuðum og mun valgreiðsla birtist í heimabanka. Hægt er að kaupa viðbótarkort hjá FEB, Stangarhyl 4, sími 5882111 / feb@feb.is

Myndir á kortunum eru eftir íslensk-hollenska listamanninn Petra Vijn.

Minningarkort
Ef þú vilt senda minningarkort og styrkja starfsemi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni þá er hægt að gera það með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 588 21 11. Einnig er tekið á móti beiðnum um minningarkort í tölvupóstinum feb@feb.is. Minningarkortin eru send út eins fljótt og hægt er.

Kærar þakkir fyrir stuðninginn!