Mánudaginn 2. des. frá kl. 14:00 – 16:00 ætlum við í FEB að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókarkynningu og kórsöng. Við fáum til okkar í heimsókn þjóðfræðinginn og rithöfundinn Benný Sif Ísleifsdóttur og ætlar hún að kynna nýjustu skáldsögu sína Speglahúsið, sem fjallar um þrjár konur á tveimur tímaskeiðum…
Author Archives: dyrleifgud
Lífeyrismál, starfslok og TR FEB hefur fengið Björn Berg Gunnarsson til að vera með kynningu fyrir félagsmenn á lífeyrismálum þann 25. nóv. nk. kl. 13:00 í sal félagsins í Stangarhyl 4 Við viljum öll hafa það gott fjárhagslega. Til að svo megi vera á lífeyrisaldri reynir á að teknar séu réttar ákvarðanir þegar lífeyrir er sóttur, mikilvægt er að…
Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 2. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00. Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og viðeigandi meðlæti. Örn Árnason leikari verður veislustjóri. Rúsínan í pylsuendanum verður svo þegar þau Diddú og Jónas…
Grein eftir Sigurð Ágúst Sigurðsson, formann FEB sem birtist í Morgunblaðinu 4. okt. 2024 Fjárlagafrumvarpið sem nú er til umræðu á Alþingi gerir ráð fyrir því að frítekjumarkið til handa þeim sem aðeins fá greitt frá TR (fái ekki greitt úr lífeyrissjóðum) hækki úr 25.000 kr. í 36.000 kr. á mánuði. Fjármálaráðherra talar um 46%…
Það er ávallt glatt á hjalla í húskynnum FEB síðdegis á miðvikudögum en þá koma kátir félagar kórs FEB saman og syngja undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fyrsta æfing kórsins í haust verður miðvikudaginn 25. september kl. 16:30. Æft er einu sinni í viku allan veturinn með góðu jólafríi. Nýjum áhugasömum kórfélögum er bent á að…
Íslendingasögur/fornsögur Föstudaginn 4. október hefst nýtt 10 vikna fornsagnanámskeið. Nú er það Brennu-Njáls saga sem verður lesin. Sagan er nokkuð löng og það er kannski dálítil bjartsýni að ætla sér að komast yfir slíkt stórvirki á tíu vikum, en sannarlega er það tilhlökkunarefni en eins og öllum er ljóst sem kynnt hafa sér Njálu er…