Author Archives: dyrleifgud

Fræðslufundur um netöryggismál

Landsbankinn og FEB bjóða félagsmönnum FEB á fræðslufund um netöryggismál miðvikudaginn 4. júní kl. 10:00 í sal FEB, Stangarhyl 4. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í u.þ.b. klukkustund. Alltof oft flytja fjölmiðlar okkur þær fréttir að óprúttnir aðilar hafi af fólki og fyrirtækjum stórar peningaupphæðir í gegnum ýmis forrit eða með öðrum…

Vortónleikar

Ekki missa af þessu! Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) og Karlakórinn Kátir Karlar (KKK) halda sameiginlega tónleika í Bústaðakirkju föstudaginn 9. maí 2025 kl. 17.00. Stjórnandi Kórs FEB er Kristín Jóhannesdóttir og stjórnandi Karlakórsins Kátir karlar er Jón Kristinn Cortez. Píanóleikari er Jónas Þórir. Miðaverð kr. 4.000 (posi á staðnum).

Sofðu vel – án svefnlyfja

FEB tekur þátt í átakinu „Sofðuvel“ sem er vitundarvakning um notkun svefnlyfja hjá eldra fólki. Um er að ræða samstarfsverkefni LEB og verkefnahópsins „Lyf án skaða“. Verkefnastjóri vitundarvakningarinnar er Anna Birna Almarsdóttir, prófessor í lyfjafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Öllum félagsmönnum í félögum eldri borgara á landinu er nú boðið að taka þátt í fræðslufundi um svefnlyf…

Vilt þú vera fulltrúi FEB á landsfundi LEB?

Ágæti félagsmaður Þriðjudaginn 29. apríl n.k. boðar Landssamband eldri borgara (LEB) til landsfundar. Fundurinn verður haldinn á Park Inn hótelinu í Reykjanesbæ. Innskráning á fundinn hefst kl. 9:30 en fundurinn sjálfur hefst kl. 10.15. og gert er ráð fyrir að fundarstörfum ljúki kl. 16:45. Sjá nánar um landsfundinn HÉR Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) hefur rétt á að senda 51 fulltrúa á landsfundinn og að…

Gleðifréttir

Dansinn hefst að nýju Næstkomandi sunnudag 30. mars, byrjum við aftur með dansleikina hér hjá okkur í FEB, en þeir hefjast stundvíslega kl. 20:00. Sú breyting verður á að dansleikirnir verða haldnir annan hvern sunnudag (en ekki vikulega), þannig að næsti dansleikur eftir 30. mars, verður 13. apríl og þarnæsti 27. apríl o.s.frv. Við bjóðum sérstaklega velkomna alla nýja dansunnendur,…