Mánudaginn 17. mars nk. kl. 18:00 bjóðum við enn og aftur upp á kynningu með Birni Berg Gunnarssyni um lífeyrismál en kynningin fer fram í sal félagsins í Stangarhyl 4. Með þessari tímasetningu er FEB að reyna að koma á móts við þá félagsmenn sem enn eru á vinnumarkaðinum og eiga hægara um vik að mæta…
Author Archives: dyrleifgud
Ályktun aðalafundar FEB 27. febrúar 2025 Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík leggur áherslu á að ríki og sveitarfélög virði mannréttindi eldri borgara í hvívetna. Að persónufrelsi og sjálfsákvörðunarréttur eldri borgara sé virtur. Að eldri borgarar njóti virðingar, öryggis og sjálfstæðis. Að eldri borgarar hafi valkosti um það hvernig þeir vilja verja ævikvöldinu. Að eldri…
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem haldinn var í húsakynnum FEB þann 27. febrúar 2025, voru eftirtaldir félagsmenn kosnir í stjórn og varastjórn, samtals sjö manns. Atkvæði greiddu 82 félagsmenn, þar af voru 3 seðlar ógildir Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir: Ástrún Björk Ágústsdóttir með 57 atkvæði Guðrún Bergmann með…
Frá því að Uppstillingarnefnd lauk störfum og þar til framboðsfrestur rann út fimmtudaginn 20. feb. þ.e. viku fyrir aðalfund – fækkaði framboðum úr 17 í 15. Kynning á þessum 15 frambjóðendum í stjórn FEB 2025 má finna með því að smella HÉR Nöfnum er raðað eins og þau munu koma fram á kjörseðli eða í…
Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) verður haldinn í Ásgarði, sal FEB Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 27. febrúar 2025, kl. 14:00. Dagskrá aðalfundar: A) Kosning fundarstjóra og fundarritara. B) Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. C) Lagðir fram áritaðir ársreikningar félagsins ásamt fjárhagsáætlun rekstrarársins. D) Umræður um…
Aðalfundur FEB 2025 Tillaga að ályktun um upptöku rafrænna kosninga til stjórnar Aðalfundur FEB samþykkir að fela stjórn félagsins að undirbúa að tekin verði upp rafræn kosning til stjórnar félagsins í stað kosningar á aðalfundi eins og nú er viðhöfð skv. gildandi félagslögum. Niðurstöður undirbúningsvinnunnar verði lagðar fyrir næsta aðalfund FEB í formi greinargerðar um…