Miðvikudaginn 10. des. kl. 14:00 – 16:00 ætlum við í FEB að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með hugvekju og kórsöng. Við fáum til okkar í heimsókn rithöfundinn Auði Övu Ólafsdóttur, en gaman er frá því að segja að bókmenntahópur FEB er nú að lesa bók hennar DJ Bambi sem gefin var…
Author Archives: dyrleifgud
Lokað verður á skrifstofu FEB föstudaginn 24. október 2025 vegna kvennaverkfallsins þann dag, en einungis konur vinna á skrifstofu FEB. Höldum uppi minningu og heiðri mæðra okkar og systra – höldum áfram baráttunni sem hefur staðið yfir í 50 ár.
Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 1. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00. Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og viðeigandi meðlæti og veislustjóri verður enginn annar en Örn Árnason leikari, eins og oft áður. Við höfum einstaklega góða reynslu af…
FEB vill vekja athygli félagsmanna á Málþingi sem Landssamband eldri borgara (LEB) stendur fyrir um ofbeldi gegn eldra fólki, sem haldið verður í beinu streymi, fimmtudaginn 16. október milli kl. 10:00 og 16:00. OFBELDI ER ÓGN – TRYGGJUM ÖRYGGI ELDRA FÓLKS MÁLÞING UM OFBELDI GEGN ELDRA FÓLKI Fimmtudaginn 16. október 2025, kl. 10:00 – 16:00…
Vilt þú kynnast gervigreindinni ChatGPT? FEB hefur fengið til sín Stefán Atla Rúnarsson, sem er mikill áhugamaður um gervigreind, til að vera með hagnýtt og aðgengilegt byrjendanámskeið um helstu möguleika gervigreindarinnar ChatGPT. Mikill áhugi hefur verið fyrir þessu námskeiði og höfum við fyllt húsið aftur og aftur – hafa þátttakendur verið afar ánægðir að námskeiði loknu, það þykir mjög…
Uppselt er á byrjendanámskeiðið um gervgreind. Við erum að vinna í því að halda fleiri slík námskeið og munum við setja inn frétt um leið og dagsetningin er orðin klár. FEB hefur fengið til sín Stefán Atla Rúnarsson, sem er mikill áhugamaður um gervigreind, til að vera með hagnýtt og aðgengilegt byrjendanámskeið um helstu möguleika…






