Author Archives: dyrleifgud

Opnunartími yfir hátíðarnar

Skrifstofa FEB verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með Þorláksmessu 23. desember til sunnudagsins 2. janúar 2022. Opnum hress aftur mánudaginn 3. janúar kl. 10.00. Starfmenn og stjórn FEB þakka félagsmönnum einkar ljúf samskipti á árinu sem er að líða og óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra, gleðilegra jóla, farsældar og friðar á komandi ári

Posted in Óflokkað

Spænskunámskeið hjá FEB að nýju

Þann 10. janúar hefjast spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir. Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa: – Spænska 1 er ætluð byrjendum…

Tæknilæsi – Byrjendanámskeið á spjaldtölvur

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í samvinnu með FEB, býður félagsmönnum upp á frítt þriggja daga námskeið í tæknilæsi í byrjun janúar 2022. Hægt er að koma með eigin tæki eða fá lánað á staðnum. Eingöngu er um að ræða spjaldtölvunámskeið (ath. snjallsími er í raun lítil spjaldtölva) þar sem farið er yfir grunnþætti í notkun á Android…

Posted in Óflokkað

Grettis saga, Spænska og Zumba, hvað er sameiginlegt?

Jú FEB og ný námskeið á glænýju ári 😊 Í byrjun árs hefjast fjögur ný námskeið hjá FEB og því til mikils að hlakka 4. janúar 2022 byrja eftirfarandi námskeið: Zumba Gold námskeið Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og lækkar hraðann, sem hentar betur dönsurum sem eru…

Posted in Óflokkað

Viltu láta gott af þér leiða?

Maðurinn er félagsvera sem þarfnast samskipta við annað fólk.  Einmanaleiki er tilfinning sem kemur fram þegar skortur er á félagslegum tenglsum. – Gunnar Dal Vegna ýmissa ástæðna þá hafa félagsleg tengsl fólks minnkað og einmanaleiki í samfélaginu aukist ár frá ári. Það var árið 2016 sem Rauði krossinn hrinnti af stað verkefninu Símavinir í þeim…