Author Archives: dyrleifgud

Við bíðum… EKKI LENGUR!

FEB vill vekja athygli á málþingi sem LEB – Landssamband eldri borgara stendur fyrir um kjör eldra fólks mánudaginn 2. október kl. 13.00 – 16.00 á Hilton Reykjaví Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Málþingið fer fram í fyrirlestrarsal 1. hæð. Ókeypis aðgangur og öllum opið meðan húsrúm leyfir. Málþinginu verður streymt á vef LEB www.leb.is…

FEB-ferðir auglýsa aðventuferðir til Berlínar

Fáar borgir eru jafn fallegar í jólafötunum og Berlín. Borgin er skrýdd yndislegu jólaskrauti, ljósum og alls staðar er minnt á komu jólanna. Jólatónleikar eru um alla borg í kirkjum, konserthúsum og Berlínar Philharmoníunni. Elsta jólahefð í heimi, jólamarkaðirnir eru víða með sinn jólavarning, jólavín (Gluhwein) og hunangskökur. FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri Ferðir…

Spænskunámskeið

Mánudaginn 30. október hefjast ný 6 vikna spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir. Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa: – Spænska 1 Ætluð byrjendum – (mánud. kl.10:45-12:15…

Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Það er ávallt glatt á hjalla í húskynnum FEB síðdegis á miðvikudögum en þá koma kátir félagar kórs FEB saman og syngja undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fyrsta æfing kórsins í haust verður miðvikudaginn 27. september kl. 16:30. Æft er einu sinni í viku allan veturinn með góðu jólafríi. Nýir félagar eru velkomnir og er þeim…

Myndlistarnámskeið, nýjung hjá FEB

Í vetur ætlar FEB að bjóða upp á almennt byrjendanámskeið í myndlist fyrir félagsmenn og hefur fengið Bjarna Daníelsson með sér í verkefnið sem kennara. Bjarni er lærður myndlistarmaður og kennari. Hann starfaði um árabil við myndlistarkennslu og var m.a. skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands á árunum 1986 – 1994. Tilgangur námskeiðsins er fyrst og…

Dans, dans, dans, dans

Nú hefst fjörið að nýju Sunnudaginn 20. ágúst, byrjum við aftur eftir sumarfrí með FEB-dansleikina okkar og byrja dansleikirnir stundvíslega kl. 20:00. Við bjóðum sérstaklega velkomna alla nýja dansunnendur, en erum líka afar þakklát þeim dansunnendum sem mæta reglulega og bjóðum þá að sjálfsögðu velkomna líka. Dansleikirnir fara fram í sal FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík og auðvitað erum við…