Ný námskeið að hefjast hjá FEB á nýju ári – viltu ekki vera með?

Gleðilegt nýtt ár kæru félagsmenn

Vekjum athygli ykkar á þeim námskeiðum sem eru að hefjast hjá FEB næstu daga:

  • Föstudaginn 12. janúar hefjast ný námskeið í Íslendingasögum. Á vorönn 2024 verður Egils saga tekin fyrir, en það er tilhlökkunarefni að lesa þessa stórbrotnu sögu.
  • Mánudaginn 15. janúar byrja námskeiðin í spænsku að nýju. Uppselt er í spænsku 2 en laus sæti í spænsku 1 og 3.
  • Myndlistarnámskeið hefst mánudaginn 15. janúar en það er því miður löngu uppselt á það.
  • Þriðjudaginn 16. janúar hefjast ný námskeið í leikfiminni „Sterk og liðug“ og í dansleikfiminni Zumba Gold og nýjum hreyfitímum sem heita StólaJóga.
  • Miðvikudaginn 24. janúar hefst svo nýtt námskeið í bókmenntaklúbbnum. Á vorönn verða teknar fyrir fimm bækur. Fyrst ber að nefna bókina Að breyta fjalli eftir Stefán Jónsson, síðan verður bókin Raddir í garðinum eftir Thor Vilhjálmsson tekin fyrir og að lokum þjár bækur eftir Jón Kalman Stefánsson, Skurðir í rigningunni, Sumarið bakvið brekkuna og Birtan á fjöllunum.
  • Aðrir klúbbar munu byrja aftur fljótlega í janúar ef þeir eru ekki núþegar byrjaðir.
  • Önnur námskeið verða auglýst síðar.

Öll námskeiðin okkar eru haldin í húsakynnum FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík.

Hægt er að finna nánari upplýsingar um öll þessi námskeið hér á heimasíðu FEB og tímasetningu í Viðburðadagatalinu.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is