Fundur hjá FEB – sjálfboðaliðar og náttúruvernd

FEB býður félagsmönnum  á kynningu á alþjóðlegu verkefni fyrir 60+ um náttúruvernd,  miðvikudaginn 15. nóv. kl. 13:30 í sal FEB í Stangarhyl 4. Kynninguna heldur Julie Kermarec sérfræðing hjá Umhverfisstofnun en þar kynnir hún verkefnið Grey4Green.

Um verkefnið
Umhverfisstofnun stýrir verkefninu Grey4Green, sem snýst um að þróa sjálfboðaliðaverkefni í náttúruvernd meðal fólks sem er eldra en 60 ára. Löndin sem taka þátt auk Íslands eru Danmörk, Portúgal, Kýpur og Frakkland.
Markmið Grey4Green er að hvetja þennan aldurshóp til virkrar þátttöku í umhverfismálum (e. active ageing) og stuðla þannig að félagslegum og persónulegum vexti þeirra.

Í lok maí 2024 ætlar Umhverfisstofnun að skipuleggja fjögurra daga sjálfboðaliða náttúruviðburð á Íslandi. Þessi viðburður tengist tveimur viðburðum sem verða í Portúgal í janúar og í Danmörku í apríl. Meginmarkmið viðburðanna er að bjóða og taka á móti fólki yfir 60 ára gamalt til að deila reynslu sjálfboðaliða í sínu landi, þekkingu þeirra í umhverfismáli og menningu þeirra. Þá verða 20 aðilar að hafa áhugasama daga saman, þar sem t.d. á Íslandi þurfum við að kynna náttúru okkar sem er mjög falleg en stundum krefjandi og sinna verkefnum úti í náttúrunni þar sem aðilar munu taka þátt í.

Þá hefur Umhverfisstofnun auglýst eftir fjórum þátttakendum 60 ára og eldri til þess að taka þátt í alþjóðlegu Erasmus+ verkefni í Portúgal í janúar.

Þátttakendurnir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

• Vera 60 ára eða eldri.
• Hafa áhuga á náttúruvernd.
• Hafa áhuga á sjálfboðaliðaverkefnum.
• Geta tekið virkan þátt í umræðum um verkefnið.
• Vinnustofur til að deila reynslu

Eins og áður hefur komið fram fer kynningin fram í sal FEB í Stangarhyl 4, miðvikudaginn 15. nóv., milli kl. 13:30 – 14:30 og er frítt inn. Forskráning er nauðsynleg og fer skráning fram á skrifstofu FEB eða í gegnum síma 588 2111 og þarf skráning að fara fram fyrir lok dags þann 14. nóv.