Vilt þú vera fulltrúi FEB á landsfundi LEB?

Ágæti félagsmaður

Þriðjudaginn 14. maí n.k. boðar Landssamband eldri borgara (LEB) til landsfundar. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík, á Hótel Reykjavík Natura sem margir þekkja frá fyrri tíð sem Hótel Loftleiðir. Innskráning á fundinn hefst kl. 9:30 en fundurinn sjálfur hefst kl. 10.15. og gert er ráð fyrir að fundarstörfum ljúki kl. 17.15. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEBhefur rétt á að senda 46 fulltrúa á landsfundinn og að auki þurfa að vera til taks varamenn.

Áhugasamir félagsmenn FEB eru hvattir til þátttöku. Vinsamlegast vertu í sambandi við skrifstofu FEB fyrir 25. apríl, með því að hringja í síma 588 2111, senda tölvupóst á feb@feb.is eða mæta á skrifstofuna, ef þú hefur áhuga. Eingöngu fulltrúar félaganna með gilt kjörbréf útgefnum af stjórnum sinna félaga, hafa rétt á setu á landsfundi LEB.

Við hlökkum til að heyra frá þér.