Category Archives: Fréttir

Tónlistin ómar hjá Kór FEB – tónleikar í vændum.

Þann 29. apríl verða haldnir sameiginlegir vortónleikar Kórs FEB og Karlakórsins Kátir karlar. Tónleikarnir verða haldnir í Grensáskirkju kl. 17. Stjórnandi Kórs Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er Bára Grímsdóttir, en stjórnandi Karlakórsins Kátir karlar er Jón Kristinn Cortes. Takið daginn strax frá og komið og njótið ljúfra tóna í faðmi vorsins. Til…

Eldra fólk vill hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi

Landssamband eldri borgara (LEB), í samvinnu við aðildarfélög sín, hefur útbúið einblöðung þar sem fram koma áhersluatriði eldra fólks fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Þessi áhersluatriði getur hvert og eitt aðildarfélag heimfært og aðlagað eftir því sem hentar hverju sveitarfélagi, í baráttu sinni við að ná til eyrna frambjóðenda. Áhersluatriðin eru eftirfarandi og þau má nálgast nánar HÉR:…

Ingibjörg H. Sverrisdóttir sjálfkjörin formaður FEB

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem haldinn var í Gullhömrum þann 8. mars 2022, var Ingibjörg H. Sverrisdóttir sjálfkjörin formaður FEB. Á fundinum var kosið í stjórn og varastjórn, samtals sex manns. Atkvæði greiddu 150 félagsmenn, þar af var eitt atkvæði ógilt Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir: Kári Jónasson…

Framboðum til stjórnar FEB 2022 fjölgar

Eftir að uppstillingarnefnd FEB lauk störfum hefur framboðum til stjórnarkjörs á aðalfundi félagins 8. mars n.k. fjölgað.  Að auki þeirra sem fram komu í tilkynningu frá uppstillingarnefnd þann 22.02.2022 og sjá má í frétt hér á heimasíðu FEB, hafa eftirtaldir boðið sig fram: Framboð til formanns stjórnar: Þorkell Sigurlaugsson Framboð til stjórnar Viðar Eggertsson Kynningar…

Framboð til stjórnar FEB 2022

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum Nefndinni barst 1 framboð til formanns og 7 framboð til stjórnar. Tillaga nefndarinnar er, að á aðalfundi FEB þann 8. mars 2022 fari fram kosning til stjórnar um öll sem í framboði eru. Frambjóðandi til formanns stjórnar 2022 er: 1. Ingibjörg H Sverrisdóttir Aðrir frambjóðendur til stjórnar 2022 eru: 1. Kári…