Landsbankinn og FEB bjóða félagsmönnum FEB á fræðslufund um netöryggismál miðvikudaginn 4. júní kl. 10:00 í sal FEB, Stangarhyl 4. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í u.þ.b. klukkustund.
Alltof oft flytja fjölmiðlar okkur þær fréttir að óprúttnir aðilar hafi af fólki og fyrirtækjum stórar peningaupphæðir í gegnum ýmis forrit eða með öðrum leiðum. Á sama tíma aukast kröfurnar á rafrænum samskiptum á milli almennings og fyrirtækja/þjónustuaðila. Eldra fólk þarf því að tileinka sér rafræn samskipti með tryggum hætti og er fundinum ætlað að hjálpa til við það.
Á fundinum mun Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í Regluvörslu Landsbankans, fara yfir helstu tegundir netsvika og hvers konar netsvik eru áberandi í dag. Þá fer hún vel yfir hvernig sé best að fyrirbyggja slík svik.
Frítt er inn fyrir félagsmenn en forskráning er nauðsynleg. Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum netfangið feb@feb.is eða í gegnum síma 588 2111. Mikilvægt er að skrá sig sem allra fyrst eða í síðasta lagi 2. júní.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur.