Category Archives: Fréttir

Sumarkveðja

Starfsfólk FEB sendir félögum í FEB óskir um gleðilegt sumar. Það eru mikil forréttindi að hafa verið kosinn formaður FEB. Um leið er ábyrgðin mikil. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka fyrir þann gríðarlega stuðning sem ég fékk á aðalfundi FEB. Ég hef frá aðalfundi félagsins lagt mig fram um að kynna mér þau…

Vortónleikar

Kór Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) og Karlakórinn Kátir karlar halda sameiginlega tónleika í Bústaðakirkju fimmtudaginn 25. apríl 2024 (sumardaginn fyrsta) kl. 17.00. Stjórnandi Kórs FEB er Kristín Jóhannesdóttir og stjórnandi Karlakórsins Kátir karlar er Jón Kristinn Cortez. Píanóleikari er Sigurður Helgi Oddsson. Miðaverð kr. 3,500,- (posi á staðnum).  

Nýtt félagsskírteini 2024-2025, Félagstíðindi FEB 2024 og Afsláttarbók 2024

Ágæti félagsmaður Nú fer skilvísum greiðendum félagsgjalda FEB – sem ekki hafa afþakkað sendingu á pappír – að berast póstur sem inniheldur þrennt: Félagstíðindi FEB 2024 Félagsskírteini FEB sem gildir til 31. mars 2025 Afsláttarbók 2024 Þetta er allt sent saman í stóru umslagi, vinsamlegast skoðaðu innihald umslagsins vel áður en því er fargað, þar sem félagsskírteinið er svo lítið…

Betur má ef duga skal í baráttunni fyrir bættum lífsgæðum

Eitt sinn þótti sjálfsagt að þeir, sem fyrir aldurs sakir, ljúka löngu ævistarfi, ættu að setjast í helgan stein og láta aðra, sér yngri, skammta sér áhrif og lífsgæði. Þetta var almennt viðhorf árið 1986, þegar Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) var stofnað. En nú dettur engum slík firra í hug. Svo…

Ný spænskunámskeið að hefjast

Mánudaginn 26. febrúar hefjast ný 6 vikna spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir. Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða. Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa: – Spænska 1 Ætluð byrjendum –  (mánud. og miðvikud….