Category Archives: Fréttir

Alltaf mikið fjör hjá FEB – nú er það jólastemningin

Hún Tanya nýtir öll tækifæri til brjóta upp hversdagsleikann og hefur einstakt lag á að gera alla Zumba og leikfimitíma ársins skemmtilega. Það var ótrúlegt fjör í jólatímunum í morgun (þriðjudaginn 29. nóv.) – svo mikið að það áttu allir inni að fá sér kökur og kræsingar á eftir. Borðin svignuðu undan góðgæti þátttakenda og…

Hátíð í bæ – Aðventustund FEB þann 8. des. kl. 16:30-18:30

Allir að taka frá fimmtudagssíðdegið þann 8. desember því þá ætlum við að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókmenntaívafi. Við fáum til okkar hann Hallgrím Helgason rithöfund til að fjalla um bækur sínar Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum, kór FEB kemur og syngur nokkur jólalög og…

Eldra fólk er ódýrt vinnuafl

Grein eftir Kára Jónasson sem birtist í Fréttablaðinu 16. nóvember 2022 Enn á ný hafa fulltrúar verkalýðshreyfingar og vinnumarkaðsins sest að samningaborðinu til að semja um kaup og kjör. Það er talað um að þeir séu nú að semja fyrir meira en 100 þúsund manns. Á næstunni fara svo væntanlega í gang viðræður milli ríks…

Ekki láta þessa veislu framhjá þér fara!

Vetrarfagnaður FEB verður haldinn fimmtudaginn 10. nóvember á Hótel Grímsborgum. Boðið verður upp á girnilegan veislumat, ljúfa tónlist og gistingu á fimm stjörnu hóteli Fimmtudagurinn 10. nóvember Kl. 14:00    Innritun opnar Kl. 14:00    Frjáls tími fram eftir degi. Hvíld, náttúruskoðun eða heitir pottar Kl. 16–18   Happy hour Kl. 18:30    Borðhald hefst *…

UMSÖGN LEB UM FJÁRLAGAFRUMVARP 2023

Landssamband eldri borgara (LEB) hefur sent Alþingi umsögn um fjárlagafrumvarp 2023, sem lagt var fram við upphaf þings um miðjan september. Skv. frumvarpinu eiga upphæðir almannatrygginga að hækka um 6% á næsta ári, og er sú hækkun útskýrð þannig að 4,9% séu vegna áætlaðra verðlagshækkana og 0,5% vegna áætlaðrar kaupmáttaraukningar 2023, en 0,6% séu uppfærsla…