Sviðaveisla FEB, Örn Árnason skemmtir

Hin sívinsæla sviðaveisla FEB verður haldin í sal félagsins í Stangarhyl 4, laugardaginn 1. nóv. frá kl. 12:00 -14:00. Húsið opnar kl. 11:30 en borðhald hefst kl. 12:00.

Það er Veislulist sem töfrar fram sviðakjamma, sviðasultu, saltkjöt og viðeigandi meðlæti og veislustjóri verður enginn annar en Örn Árnason leikari, eins og oft áður. Við höfum einstaklega góða reynslu af honum í þessu hlutverki og vitum að hann mun halda uppi stuði og stemningu. Þetta getur ekki klikkað, góður matur, góðir drykkir og einstök skemmtun.

Aðgangseyrir: 8.500 kr.
Hvar: Ásgarður, salur FEB í Stangarhyl 4
Hvenær: Laugardaginn 1. nóv. milli kl. 12:00 – 14:00
Veislustjóri/skemmtun: Örn Árnason

Bókanir fara fram í gegnum bókunarsíðuna klik.is eða með því að ýta HÉR Lokað verður fyrir bókanir að kvöldi 27. okt. 2025.