Author Archives: dyrleifgud

Ályktun aðalfundar FEB 2. mars 2023

Aðalfundur FEB hvetur Landssamband eldri borgara til öflugrar og eindreginnar baráttu fyrir þeim forgangskröfum sem fyrir liggja í kjarabaráttu eldra fólks. Ályktunin er hér að neðan í heild sinni: Ályktun aðalfundar FEB 2. mars 2023 – Tillaga – Aðalfundur FEB 2023 lýsir yfir vonbrigðum vegna þess algera tómlætis, sem ráðamenn hafa sýnt kjörum aldraðra og…

Úrslit kosninga á aðalfundi FEB 2023

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem haldinn var í húsakynnum FEB þann 2. mars 2023, voru eftirtaldir félagsmenn kosnir í  stjórn og varastjórn, samtals sex manns. Atkvæði greiddu 60 félagsmenn, þar af voru 4 seðlar ógildir Til tveggja ára í aðalstjórn voru kjörnir: Ástrún Björk Ágústsdóttir með 48 atkvæði Árni Gunnarsson…

Málum þriggja liðsmanna Gráa hersins vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu

Ákveðið hefur verið að áfrýja dómi Hæstaréttar Íslands frá 2. nóvember 2022 í málum þriggja liðsmanna Gráa hersins til Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í Strasbourg og hafa málin þegar verið send dómstólnum. Með því er gerð úrslitatilraun til að fá það viðurkennt að núgildandi skerðingarreglur almannatryggingarlaga, með 45 – 56,9% skerðingarhlutföllum og mismunandi frítekjumörkum eftir uppruna…

Aðalfundur FEB 2. mars og lokun skrifstofu á meðan

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) verður haldinn í Ásgarði, sal FEB Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 2. mars, kl. 14:00. Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum félagsins A. Kosning fundarstjóra og fundarritara. B. Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári. C. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir ársreikningar félagsins ásamt…

Kynningar á frambjóðendum til stjórnar FEB 2023 – fjölgun framboða

Eftir að uppstillingarnefnd FEB lauk störfum hefur framboðum til stjórnarkjörs á aðalfundi félagins 2. mars n.k. fjölgað um eitt. Auk þeirra frambjóðenda sem uppstillingarnefnd kynnti í frétt hér á heimasíðu FEB þann 15. febrúar s.l. hefur Gunnar Magnússon boðið sig fram. Kynning á frambjóðendum til stjórnar FEB 2023 má finna með því að smella á…

Framboð til stjórnar FEB 2023

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum. Nefndinni bárust sjö framboð til stjórnar. Tillaga nefndarinnar er, að á aðalfundi FEB þann 2. mars 2023 fari fram kosning til stjórnar um öll sem í framboði eru. Frambjóðendur til stjórnar FEB árið 2023 eru í stafrófsröð: Árni Gunnarsson Ástrún Björk Ágústsdóttir Birgir Finnbogason Geir A. Guðsteinsson Ingibjörg Óskarsdóttir Stefanía Valgeirsdóttir…