Vegna gríðarlegrar aðsóknar bíður FEB upp á fleiri námskeið í gervigreind

Vilt þú kynnast gervigreindinni ChatGPT?

FEB hefur fengið til sín Stefán Atla Rúnarsson, sem er mikill áhugamaður um gervigreind, til að vera með hagnýtt og aðgengilegt byrjendanámskeið um helstu möguleika gervigreindarinnar ChatGPT.

Mikill áhugi hefur verið fyrir þessu námskeiði og höfum við fyllt húsið aftur og aftur – hafa þátttakendur verið afar ánægðir að námskeiði loknu, það þykir mjög áhugvert og ekki síst skemmtilegt. Námskeiðin eru haldin í sal FEB í Stangarhyl 4 og verða næstu námskeið haldin fimmtudaginn 9. október kl. 17:00 og mánudaginn 13. okt. kl. 10:00

Um tveggja tíma námskeið er að ræða þar sem farið verður yfir grunnin í ChatGPT og ýmis atriði sem gætu hjálpað til við að spara tíma í daglegu lífi. Einnig verður farið yfir það hvernig hægt er að nýta  ChatGPT sér til gamans eða í eigin verkefnum.

Helstu viðfangsefni námskeiðsins eru:

  • Hvað er ChatGPT?
  • Hvernig virkar það?
  • Hvernig á að nota það?
  • Hvað ber að varast?

Stefán Atli er viðskiptafræðingur að mennt, sérfræðingur í markaðsmálum og mikill áhugamaður um gervigreind og hefur haldið námskeið í gervigreind fyrir hátt í 700 manns frá því í mars á þessu ári.

Verð: 2.500 kr. (Ef þátttakandi er utanfélagsmaður er verðið 3.500 kr.)

Vertu óhrædd/ur og taktu þátt, því um mjög áhugavert viðfangsefni er að ræða.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 (sími er opinn frá kl. 10:00-14:00 alla virka daga) eða með því að senda tölvupóst á netfangið feb@feb.is