Author Archives: dyrleifgud

Seinkun nýrra félagsskírteina

Vakin er athygli á seinkun á útgáfu nýrra félagsskírteina og afhendingu nýrrar Afsláttarbókar þar til í maí 2021. Aðalfundur ákvarðar félagsgjöld hvers árs en fundinum var því miður seinkað fram í apríl þetta árið vegna Covid ástandsins. Ný félagsskírteini og Afsláttarbók berast skilvísum greiðendum félagsgjalda. Við trúum því að þjónustuaðilar og verslanir muni sjá í…

Leigufélag aldraðra – fyrsta skóflustunga

Þann 17. mars 2021  var fyrsta skóflustunga að íbúðum á vegum Leigufélags aldraðra hses tekin. Íbúðirnar eru við Vatnsholt 1-3 eða á svokölluðum Sjómannaskólareit. Um er að ræða 51 íbúð í tveimur 3ja hæða húsum með lyftu. Íbúðirnar verða tilbúnar á þriðja ársfjórðungi 2022. Heimasíða Leigufélags aldraðra er í vinnslu og fljótlega verður auglýst eftir…

Til hamingju með afmælið kæru félagsmenn

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) fagnar 35 ára afmæli í dag mánudaginn 15. mars. Það var árið 1986 sem framtakssamir aðilar riðu á vaðið og stofnuðu hagsmunafélag eldri borgara. Því var ætlað að gæta hagsmuna eldri borgara, skapa efnahagslegt öryggi, góða umönnun, hlúa að menningarlegum áhugamálum þeirra, stuðla að heilsueflingu og leitast…

Aðalfundur, fimmtudaginn 15. apríl 2021

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn fimmtudaginn 15. apríl 2021, kl. 13:00. Fundarstaður verður auglýstur síðar. Tillögur og erindi sem leggja á fyrir fundinn skulu hafa borist stjórn félagsins skriflega minnst einni viku fyrir aðalfund. Tillögur uppstillingarnefndar um fólk í stjórn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins í tvær vikur fyrir…

Eldra fólk vill hafa áhrif á eigið líf

Áskorun hefur verið send á alla stjórnmálaflokka að tryggja eldri borgurum sæti á lista sem gæti tryggt þeim þingsæti. Enda er það á Alþingi sem kjör og velferð eldri borgara eru ráðin. Að áskoruninni stendur formaður LEB ásamt formönnum nokkurra stærstu félaga eldri borgara innan vébanda LEB. Þá hafa öll aðildarfélög LEB verið hvött til…