Dansinn hefst að nýju
Næstkomandi sunnudag 30. mars, byrjum við aftur með dansleikina hér hjá okkur í FEB, en þeir hefjast stundvíslega kl. 20:00. Sú breyting verður á að dansleikirnir verða haldnir annan hvern sunnudag (en ekki vikulega), þannig að næsti dansleikur eftir 30. mars, verður 13. apríl og þarnæsti 27. apríl o.s.frv.
Við bjóðum sérstaklega velkomna alla nýja dansunnendur, en erum líka afar þakklát þeim dansunnendum sem mætt hafa reglulega og treystum á þeirra mætingu núna og í framtíðinni 😊
Dansleikirnir fara fram í sal FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík og auðvitað verðum við með lifandi músík. Nú er undir ykkur komið hvort hægt verði að halda úti FEB dansleikjunum, því mætingin í framtíðinni ræður því hvort hægt verði að halda þeim áfram.
Takið nú fram dansskóna og mætið næsta sunnudag og síðan annan hvern sunnudag þar á eftir – það verður fjör.