FEB tekur þátt í átakinu „Sofðuvel“ sem er vitundarvakning um notkun svefnlyfja hjá eldra fólki. Um er að ræða samstarfsverkefni LEB og verkefnahópsins „Lyf án skaða“. Verkefnastjóri vitundarvakningarinnar er Anna Birna Almarsdóttir, prófessor í lyfjafræði við Kaupmannahafnarháskóla.
Öllum félagsmönnum í félögum eldri borgara á landinu er nú boðið að taka þátt í fræðslufundi um svefnlyf og gæðasvefn sem haldinn verður sem fjarfundur á Teams föstudaginn 11. apríl kl. 10:00 (sjá krækju á fundinn hér fyrir neðan). Það er hún Anna Birna sem verður með framsögu og mun hún fara yfir helstu atriði sem vitundarvakningarhópurinn í „Sofðuvel“- átakinu er að koma til skila um svefnlyf og gæðasvefn.
Við hvetjum þig kæri félagsmaður í FEB að fylgjast með fræðslunni í beinu streymi, en fyrirlesturinn verður einnig tekinn upp. Upptakan verður síðan fljótlega aðgengileg á netinu t.d. í gengum heimasíðu FEB. Spurningar og umræður verða ekki teknar upp, en þeim verður svarað á fundinum sjálfum og málefninu bætt við fundarefnið síðar og þá án skírskotunar til þeirra sem spurðu.
Hér fyrir neðan er krækjan á fundinn:
________________________________________________________________________________
Microsoft Teams Þarftu aðstoð?
Auðkenni fundar: 334 079 800 623
Lykilorð: z2Hm3HJ6