Category Archives: Fréttir

Aðventuferð til Berlínar EÐA Heidelberg

Vilt þú koma með FEB-ferðum í aðventuferð til Berlínar eða Heidelberg? FEB-ferðir bjóða upp á eina ferð til Berlínar og aðra til Heidelberg, fyrir næstu jól. Nú fer hver að verða síðastur að bóka sig. Berlín – aðventuferð (24. til 28. nóv.) FEB-ferðir í samvinnu við ferðaskrifstofuna Betri Ferðir bjóða enn og aftur upp á hina…

Kóræfingar eru að byrja að nýju eftir sumarfrí

Það er ávallt glatt á hjalla í húskynnum FEB síðdegis á miðvikudögum en þá koma kátir félagar kórs FEB saman og syngja undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Fyrsta æfing kórsins í haust verður miðvikudaginn 24. september kl. 16:30. Æft er einu sinni í viku allan veturinn með góðu jólafríi. Það vantar alltaf nýja áhugasama kórfélaga og…

Skráning er hafin á fræðslufund, námskeið og klúbba FEB fyrir haustönn 2025

Vekjum athygli félagsmanna á því að skráning er hafin á helstu viðburði og námskeið á haustönn hjá FEB. Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 10:00 munu Landsbankinn og FEB bjóða félagsmönnum upp á fræðslufund um netöryggismál. Frítt er inn fyrir félagsmenn en forskráning er nauðsynleg. Þriðjudaginn 2. september hefst skákin að nýju (ekki krafist forskráningar). Teflt er…

Vilt þú koma í gönguferð með FEB-ferðum?

Skemmtileg nýjung fyrir göngugarpa í FEB – u.þ.b. 12,5 km gönguferð frá Ölkelduhálsi yfir í Grafning. Enn eru nokkur laus pláss – skelltu þér með 😊 Miðvikudaginn 20. ágúst standa FEB-ferðir fyrir skemmtilegri göngu um hina svokölluðu Kattartjarnaleið og er lagt af stað kl. 10:00.  Upphaf og endir ferðarinnar er í Stangarhyl 4, við húsnæði…

Gleðifréttir – Zumba Gold og Sterk og liðug, hreyfinámskeiðin eru að byrja í dag 12. ágúst, eftir sumarfrí.

Enn eru nokkur pláss laus í leikfimina Sterk og liðug, sem er svolítil “falin perla” í hreyfiframboði FEB. Hvað er Sterk og liðug? Námskeið sem Tanya hefur þróað frá grunni og er ætlað dömum og herrum eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda. Þeir…