Ályktun samþykkt á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 2025

Ályktun aðalafundar FEB 27. febrúar 2025

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík leggur áherslu á að ríki og sveitarfélög virði mannréttindi eldri borgara í hvívetna.

  • Að persónufrelsi  og sjálfsákvörðunarréttur eldri borgara sé virtur.
  • Að eldri borgarar njóti virðingar, öryggis og sjálfstæðis.
  • Að eldri borgarar hafi valkosti um það hvernig þeir vilja verja ævikvöldinu.
  • Að eldri borgarar fái hvatningu til að vera virk í leik og starfi og rækta félagsleg tengsl.
  • Að eldri borgarar hafi tækifæri til/eigi kost á að stunda reglulega hreyfingu, sem hentar hverjum og einum
  • Að eldri borgarar eigi gleðilegar frístundir sem auka hamingju og lífsgleði.
  • Að í öllu starfi sem snýr að málefnum eldri borgara sé virðing fyrir einstaklingnum haft í hávegum.

Það skiptir máli að eldri borgarar finni til hamingju og gleði í lífi sínu.