Aðalfundur FEB verður haldinn 27. febrúar.

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) verður haldinn í Ásgarði, sal FEB Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 27. febrúar 2025, kl. 14:00.

Dagskrá aðalfundar:
A) Kosning fundarstjóra og fundarritara.
B) Lögð fram skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu ári.
C) Lagðir fram áritaðir ársreikningar félagsins ásamt fjárhagsáætlun rekstrarársins.
D) Umræður um skýrslu stjórnar, ársreikninga og fjárhagsáætlun.
E) Lagabreytingar.
F) Kosningar:
1. Kosning í stjórn og varastjórn félagsins.
2. Kosning skoðunarmanna ársreikninga.
G) Afgreiðsla tillagna og erinda sem lögð eru fyrir fundinn. Slíkar tillögur og erindi ber að senda stjórn félagsins skriflega minnst 1 viku fyrir aðalfund.
H) Tekin ákvörðun um árgjald félagsmanna
I) Önnur mál.

Tillögur sem borist hafa félaginu fyrir fundinn, er að finna sem fréttir hér á heimasíðu FEB dags. 13. og 19. feb.

Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni