Author Archives: dyrleifgud

FEB og kjaramál eldri borgara

Á árum áður starfaði sérstök kjaranefnd á vegum FEB, en nokkur undanfarin ár hefur félagið ekki haldið úti eigin nefnd heldur hefur verið starfandi sameiginleg kjaranefnd FEB og LEB. Það fyrirkomulag hefur ekki þótt reynast allskostar vel, og ákvað ný stjórn FEB því að setja á stofn að nýju fimm manna kjaranefnd á vegum félagsins….

FEB tækifæriskort – fjáröflun

Kæri félagsmaður Inn um póstlúguna þína er væntanleg sending frá FEB sem inniheldur sex falleg tækifæriskort, skreyttum myndum eftir íslensk-hollenska listamanninn Petra Vijn, sem tilvalin eru á hvaða gjöf sem er – sjá mynd. Útgáfa og sala þessara korta er ein stærsta fjáröflun FEB og því værum við afar þakklát ef þú sæir þér hag…

Svar við hertum COVID reglum

Vegna hertra aðgerða stjórnvalda og til að svara kalli heilbrigðisráðherra sem hefur hvatt til þess að fólk takmarki samskipti og hitti eins fáa og það getur, hefur verið ákveðið að loka skrifstofu FEB næstu tvær vikur. Að sjálfsögðu verður haldið áfram að þjónusta félagsmenn í gegnum síma 588 2111 frá kl. 10 til 14 á…

Morgunhimininn lofar góðu

Við erum alltaf að leita leiða til að reyna að þjónusta ykkur eftir bestu getu m.v. aðstæður. Á sama tíma fylgjum við reglum um ýtrustu sóttvarnir. Til þess að geta haldið áfram með Íslendingsögunámskeiðin höfum við nú fært þau yfir á netið samhliða því að sumir geta mætt í salinn meðan fjöldatakmarkanir leyfa. Forritið sem…

Nú er rétti tíminn til að læra spænsku

Nýtt og spennandi spænskunámskeið fyrir byrjendur mun hefjast hjá okkur í FEB þann 3. nóv. n.k. Þar verður stuttlega farið yfir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði. Aðaláherslan verður á talað mál og orðaforða sem nýtist í daglegu lífi. Stefnum á framhaldsnámskeið ef þátttaka verður næg. Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma…

Fjárlögin og lífeyrir almannatrygginga

Eftir Finn Birgisson, arkitekt á eftirlaunum Það er ómótmælanleg staðreynd að grunnupphæðir lífeyrisgreiðslna frá TR hafa verið að dragast aftur úr launaþróun á undanförnum árum. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að í 69. grein almannatryggingarlaga sé kveðið á um að taka skuli mið af launaþróun við árlegar ákvarðanir um breytingar á grunnupphæðum almannatrygginga. Meðfylgjandi myndir…