FEB tækifæriskort – fjáröflun

Kæri félagsmaður

Inn um póstlúguna þína er væntanleg sending frá FEB sem inniheldur sex falleg tækifæriskort, skreyttum myndum eftir íslensk-hollenska listamanninn Petra Vijn, sem tilvalin eru á hvaða gjöf sem er – sjá mynd. Útgáfa og sala þessara korta er ein stærsta fjáröflun FEB og því værum við afar þakklát ef þú sæir þér hag af því að kaupa þessi kort og styrkja félagið í leiðinni. Pakkinn með þessum sex kortum kostar kr. 2.250 og hefur verið stofnuð valgreiðsla í netbanka þínum fyrir þessari upphæð sem við vonum að þú greiðir.

Að sama skapi biðjumst við velvirðingar ef það truflar þig á einhvern hátt að fá þessa sendingu og viljum við þá biðja þig að fela valgreiðsluna eða eyða.

Hlýjar kveðjur með von um þér líði ávallt sem best.
Starfsmenn FEB