Morgunhimininn lofar góðu

Við erum alltaf að leita leiða til að reyna að þjónusta ykkur eftir bestu getu m.v. aðstæður. Á sama tíma fylgjum við reglum um ýtrustu sóttvarnir. Til þess að geta haldið áfram með Íslendingsögunámskeiðin höfum við nú fært þau yfir á netið samhliða því að sumir geta mætt í salinn meðan fjöldatakmarkanir leyfa. Forritið sem við notum í þessum netsamskiptum heitir Zoom og var alveg ótrúlegt að sjá hversu vel það gekk að kenna nýjum notendum í hópi félagsmanna að nýta sér þessa tækni. Við munum væntanlega nýta okkur þennan samskiptamáta miklu meira í nánustu framtíð til að draga úr áhrifum COVID á starfsemi FEB.

Mánudaginn 26. okt. höldum við síðan áfram með „Zumba“ námskeiðin okkar og „Sterk og liðug“ eftir tæplega þriggja vikna hlé, því þessi námskeið falla innan þeirra takmarkanna og reglna sem nú gilda. Enskan, bókmenntir og ljóðin verða áfram á sínum stað eins og verið hefur og viljum við minna á að ný enskunámskeið hefjast þann 2. nóvember og eru enn laus pláss.

Að lokum viljum við vekja athygli ykkar á nýju námskeiði, sem er spænskukennsla fyrir byrjendur sem hefst þriðjudaginn 3. nóvember og stendur skráning nú yfir. Nánari upplýsingar um öll námskeið og klúbba er að finna í Viðburðardagatalinu hér á síðunni