Vestmannaeyjar – dagsferð – taka tvö

Þar sem veðrið lék okkur grátt þriðjudaginn 4. júní, varð að fresta dagsferð FEB-ferða til Vestamannaeyja – til föstudagsins 14. júní . Við þessar breytingar losnuðu nokkur sæti í ferðina og nú er tækifæri þitt til að koma með okkur 🙂

Bókaðu strax – þú verður ekki svikin af þessari ferð.

Vestmannaeyjar (14. júní)
Hin árlega FEB-ferð til Vestmannaeyja þar sem Kári og Gerður fræða hópinn um gersemar Eyjarinnar af sinni einskæru snilld. Brottför er kl. 8:00 frá Stangarhyl 4, föstudaginn 14. júní. Ekið er sem leið liggur austur fyrir Fjall og í Landeyjahöfn, þar sem Herjólfur bíður okkar, og ferjar bæði rútu og hópinn yfir til Eyja. Þar byrjum við á að aka út á Eiðið áður en við fáum hádegisverð á Tanganum. Maturinn er innifalinn í verði ferðar. Eftir hádegi liggur leiðin m.a. inn í Herjólfsdal út á Stórhöfða, um „nýja hraunið“ og Skansinn, áður en við förum í Eldheima og kynnum okkur afleiðingar Heimaeyjargossins í janúar 1973. Þaðan fer svo hópurinn aftur um borð í Herjólf og kemur til Reykjavíkur um áttaleitið ef allar áætlanir standast.
Leiðsögumenn: Kári Jónasson og Gerður G. Sigurðardóttir.
Verð: 22.000 kr. (2.500 krónur bætast við ef farþegi er utanfélagsmaður).

Bókanir  fara fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is