Category Archives: Fréttir

„Eldri borgarar vilja ganga skrefinu lengra og fara frítt með strætó"

„Að það skuli hafa tekið þennan tíma að fá niðurstöðu og excel-skjal er sérstakt og sýnir kannski hvernig almennt er komið fram við eldri borgara,“ segir Gísli Jafetsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB), um misræmi í aldursmörkum eldriborgaraafsláttar í borginni. Sjá meira HÉR (Frbl og visisr.is)

Himnaríki og helvíti – umræða og leikhúsferð

Umræða um verkið verður hér í Stangarhylnum n.k. fimmtudag 25. janúar, kl. 14.00. Þar mun Bjarni Jónsson höfundur leikgerðar, ræða verkið og uppsetningu þess. Leikhúsferðin verður síðan 31. janúar – mæting í Borgarleikhúsið 18.00. Fyrst er farið í skoðunarferð um húsið, matur og svo sjálf leiksýningin. Starfsmaður FEB afhentir miðana við innganginn.