Komugjöld í heilsugæslu felld niður hjá öldruðum frá 1. janúar 2019

Skylt er að geta þess sem vel er gert Svandís Svavarsdóttir Takk fyrir.
Hætt verður að innheimta komugjöld af öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar næstkomandi, samkvæmt ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Gildir það jafnt hvort sem um er að ræða komu á dagvinnutíma eða á öðrum tímum sólarhringsins. Gjald fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja verður einnig fellt niður. Meira HÉR

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *