Author Archives: johanna

Hverju lofuðu þau? spyr formaður FEB, Ellert B. Schram

Hverju lofuðu þau í aðdraganda síðustu kosninga? Nýjustu fréttir frá fjármálaráðherra eru þær að ríkisstjórnin haldi sér í 3.4% hækkun á ellilífeyri frá almannatryggingum þegar fjárlagafrumvarpið verður afgreitt. Þetta telur hann nægilegt. Það mun vera ca 10 þús. króna hækkun á mánuði, ef þetta verður niðurstaðan í afgreiðslu fjárlagafrumvarps í næsta mánuði.

Jólakort FEB 2018

Jólakortasala hefur verið ein lykil fjáröflunarleið félagsins til þessa. Félagsmenn og aðrir velunnarar hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vitum við að svo verður einnig nú. Kortapakkning kostar 2000 kr. Kortin verða send félagsmönnum ásamt greiðsluseðli og valgreiðsla birtist í heimabanka. Hægt er að kaupa viðbótarkort hjá FEB, Stangarhyl 4, sími 5882111 / feb@feb.is…

TÖLVUPÓSTUR sem fór til félagsmanna yfir helgina

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni AÐ NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI – námskeið 21. og 28. nóv. og fleiri námskeið á dagskrá Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla færni sína í almennri tölvunotkun og/eða spjaldtölvunotkun þegar Veraldarvefurinn (Internetið) og helstu netsamskiptamiðlar eru annars vegar. Leiðbeint verður um notkun…

BÓKAKLÚBBUR FEB – takið frá 21. og 29. nóv. 2018 kl. 14.00

Fimmtudagur 22. nóv. kl. 14.00 í Stangarhyl 4 „Í skugga drottins“ Lesin og rædd söguleg skáldsaga eftir Bjarna Harðarson, sem gerist á 18. öld og fjallar um líf alþýðu og ýmsa áþján sem landsetar biskupsstólsins í Skálholti þurfa að undirgangast. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir. Fimmtudaginn 29. nóv. mun svo Bjarni Harðarson halda fyrirlestur um bók…