TÖLVUPÓSTUR sem fór til félagsmanna yfir helgina

Ágæti félagsmaður í FEB – Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni
AÐ NÁ TÖKUM Á TÆKNINNI – námskeið 21. og 28. nóv. og fleiri námskeið á dagskrá
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla færni sína í almennri tölvunotkun og/eða spjaldtölvunotkun þegar Veraldarvefurinn (Internetið) og helstu netsamskiptamiðlar eru annars vegar. Leiðbeint verður um notkun algengustu leitarvéla sem og notkun vinsælla samskipta- og afþreyingarmiðla t.d. Facebook. Viðfangsefnin munu taka mið af stöðu og áhuga þátttakenda.
Kennari er Þórunn Óskarsdóttir, sem hefur starfað sem tölvu- og upplýsingatæknikennari.
Innritun í síma 5882111 eða á feb@feb.is
BÓKAKLÚBBUR FEB
Fimmtudagur 22. nóv. kl. 14.00
„Í skugga drottins“
Lesin og rædd söguleg skáldsaga eftir Bjarna Harðarson, sem gerist á 18. öld og fjallar um líf alþýðu og ýmsa áþján sem landsetar biskupsstólsins í Skálholti þurfa að undirgangast. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.
Fimmtudaginn 29. nóv. kl. 14.00 mun svo Bjarni Harðarson halda fyrirlestur hér í Stangarhylnum.
Félagstíðindi
2 .tbl. 9. árg. 2018 fer í dreifingu í næstu viku. Fróðlegt blað að vanda.
Aðventugleði FEB fimmtudaginn 6. desember í Ásgarði, Stangarhyl 4
Minnum á Aðventugleðina 6. desember þar sem boðið verður upp á óáfengt jólaglögg, kaffi og góðgæti.
Söngur, Margrét Helga Kristjánsdóttir syngur nokkur lög, Kór FEB syngur undir stjórn Gylfa Gunnarssonar, hugvekja sr. Bjarni Karlsson, upplestur úr bókum og fleira til skemmtunar.
Gleðin hefst kl. 15.30. Aðgangseyrir aðeins kr. 700.
Jólakort – fjáröflunarleið félagsins
Jólakortasala FEB hefur verið ein lykil fjáröflunarleið félagsins til þessa. Félagsmenn og aðrir velunnarar hafa ávallt tekið þessari fjáröflun vel og vitum við að svo verður einnig nú. Kortapakkning kostar 2000 kr. Kortin voru send félagsmönnum ásamt greiðsluseðli og valgreiðsla birtist í heimabanka. Hægt er að kaupa viðbótarkort hjá FEB, Stangarhyl 4, sími 5882111 / feb@feb.is
Jólakortið 2018 er hannað af listakonunni Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og ber nafnið Frostrósir. Verk Sveinbjargar er hægt að kynna sér á síðu hennar www.sveinbjorg.is
Vekjum athygli á þessum ferðum – bókanir standa yfir;
Aðventuferðir til Kaupmannahafnar núna í nóvember og desember
Minnum á Aðventuferðirnar fjórar sem fullbókað er í. Fyrsta ferðin er núna 18. nóv. og síðasta viðbótarferðin þar sem hægt er að bæta við 5 farþegum, er 9. desember.
Ferð til Pétursborgar 14. – 19. maí 2019
Ferð til Pétursborgar á vegum FEB og Icelandair er enn einu sinni á dagskrá næsta vor.
Ferðin er sem fyrr á hagstæðu verði og nær allt innifalið. Bókun á feb@feb.is / síma 588 2111
Ertu á leið í flug? – afsláttarsamningur FEB og BaseParking
Félagsmenn, þar sem við vitum að mörg ykkar eru á faraldsfæti þessa dagana þá viljum við vekja athygli á samningi FEB við BASEPARKING í flugstöðinni í Keflavík.
Núna fá meðlimir FEB að kynnast þægindunum við það að láta okkur leggja bílnum fyrir sig, þurfa ekki að skafa snjóinn af bílnum eða labba að bílnum í kuldanum! Félagar munu labba beint í bílana sína við heimkomu, þar sem bifreiðarnar bíða heitar fyrir utan komusalinn í Leifsstöð. Þjónusta BaseParking virkar þannig að við hittum viðskiptavininn beint fyrir utan flugstöðina, þar tekur merktur starfsmaður á móti viðskiptavininum. Svo er bíllinn afhentur fyrir utan komusalinn við heimkomu.
Pantanir fara fram á www.baseparking.is
Við svörum öllum spurningum í síma 8542000 eða á netfangið baseparking@baseparking.is
Við hvetjum ykkur til að nýta þessa þægilegu þjónustu á bestu kjörum fyrir félagsmenn.
Vetrargleði á Hótel Grímsborgum
FEB gengst fyrir 3ja daga, 2ja nátta fræðslu- og skemmtiferðum til Hótel Grímsborga í janúar – apríl 2019. Dagskráin verður fjölbreytt þar sem boðið verður upp á lúxusgistingu með fullu fæði, heitum pottum, ferðlag um Suðurland, skemmtun, fyrirlestra og fleira. Brottfarir eru á mánudögum, fyrsta ferð 21.-23. janúar 2019. Verðið er aðeins kr. 49.900 í tvíbýli. Nánari upplýsingar koma með Félagstíðindum og á feb.is. Bókun á feb@feb.is / í síma 5882111
Gjafabréf FEB – tilvalið um þessar mundir
Ekki gefa eitthvað, gefðu frekar Gjafabréf FEB. Það er hugurinn sem skiptir máli. Með Gjafabréfi FEB er ekkert mál fyrir viðtakandann að velja rétt. Gjafabréf FEB er tilvalin gjöf og viðtakandinn fær alltaf eitthvað við sitt hæfi hjá FEB – Námskeið, ferð innanlands sem í ferðirnar erlendis. Þægilegt er að panta gjafabréf með pósti á feb@feb.is
Með kveðju,
 
FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágenni
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík
Sími 5882111
www.feb.is feb@feb.is
© 2018 FEB – Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *