Fimmtudagur 22. nóv. kl. 14.00 í Stangarhyl 4 „Í skugga drottins“
Lesin og rædd söguleg skáldsaga eftir Bjarna Harðarson, sem gerist á 18. öld og fjallar um líf alþýðu og ýmsa áþján sem landsetar biskupsstólsins í Skálholti þurfa að undirgangast. Umræðum stýrir Jónína Guðmundsdóttir.
Fimmtudaginn 29. nóv. mun svo Bjarni Harðarson halda fyrirlestur um bók sína „Í skugga Drottins“.