Author Archives: dyrleifgud

Íslendingasögu- og enskunámskeið að hefjast

Nú er vetrardagskráin öll að lifna við. Hin geysivinsælu íslendingasögunámskeið byrja að nýju föstudaginn 16. september. Í þetta sinn eru tvær sögur á dagskrá. Fyrstu sex vikurnar verður Færeyinga saga lesin en fjórar síðustu vikurnar verða helgaðar Svínfellinga sögu. Færeyinga saga er örlagasaga þeirra Þrándar í Götu og Sigmundar Brestissonar, en þeim fyrrnefnda hefur verið…

Spennandi FEB-ferð framunda og annað skemmtilegt í ágúst/sept

Þann 23. ágúst förum við í dagsferð í Borgarfjörðinn þar sem ýmsir áhugaverðir staðir verða heimsóttir. Við kynnumst sögu, menningu og náttúru héraðsins og skoðum m.a. Glanna, Hraunfossa, Víðgelmi, Reykholt og fleiri áhugaverða staði. Við snæðum í Fossatúni í hádeginu en endum ferðina á góðum mat í Landnámssetrinu um kvöldið. Einkar áhugaverð ferð og ein…

Skrifstofa FEB lokar vegna sumarfría

Skrifstofa Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni lokar vegna sumarleyfa dagana 18. júlí til og með 5. ágúst. – FEB dansleikirnir hefjast aftur sunnudaginn 7. ágúst. – Fyrsta FEB-ferðin eftir sumarfrí er Fjallabaksleið nyrðri, Landmannalaugar, sem farin verður 10. ágúst. – Fyrsti tíminn í leikfiminni „Sterk og liðug“ eftir frí verður þriðjudaginn 16. ágúst….

Zumba Gold og Sterk og liðug

Skráning hafin í ný 8 vikna námskeið sem hefjast 16. ágúst n.k. Ætlar þú ekki að vera með? Um er að ræða geysivinsæl námskeið þar sem leiðbeinandi er – eins og áður – engin önnur en Tanya Svavarsdóttir. Zumba Gold námskeið Dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en breytir danssporunum og…

Gönguhrólfar FEB fara ekki í sumarfrí

Frá september og út maí fer vaskur hópur félagsmanna í gönguferðir frá Stangarhylnum á miðvikudagsmorgnum kl. 10:00. Um er að ræða mismunandi langar gönguferðir, fer eftir veðri og aðstæðum. Að göngu lokinni er komið við í sal FEB, sest niður og spjallað yfir kaffi og rúnstykki. Á sumrin breyta Gönguhrólfar hins vegar til og ganga…

„Þú ert Grettir …“

Pistill eftir Baldur Hafstað sem birtist í Morgunblaðinu 2. júlí 2022, tengist einni af hinum vinsælu FEB-ferðum okkar. Grettir er sá fornkappi sem okkur er kærastur. Stórskáldin hafa ort um hann ódauðleg ljóð og lagt út af sögu hans. Og þessa stöku kvað Stephan G. Stephansson í tilefni af sundi útlagans úr Drangey: Mörg er…