Alltaf mikið fjör hjá FEB – nú er það jólastemningin

Hún Tanya nýtir öll tækifæri til brjóta upp hversdagsleikann og hefur einstakt lag á að gera alla Zumba og leikfimitíma ársins skemmtilega. Það var ótrúlegt fjör í jólatímunum í morgun (þriðjudaginn 29. nóv.) – svo mikið að það áttu allir inni að fá sér kökur og kræsingar á eftir. Borðin svignuðu undan góðgæti þátttakenda og það var jólastuð og stemming sem sveif yfir vötnum. Alltaf mikið fjör hjá þessum!

Ef þú átt erfitt með að koma þér í gang eftir stopp þá tekur Tanya einkar vel á móti þér. Leikfimin „Sterk og liðug“ gæti til dæmis verið svarið fyrir þig, þar sem tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda og ætluð þeim sem ekki geta stundað hefðbundna líkamsrækt. Ef þú treystir þér hins vegar í meiri hreyfingu þá er upplagt að skella sér í Zumba Gold, sem er dans og leikfimi sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, en með aðeins breyttum danssporum og lækkuðum hraða, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri.
Næstu námskeið byrja þriðjudaginn 10. janúar 2023.

Staðsetning námskeiða: Stangarhylur 4, í sal FEB sem heitir Ásgarður
Leiðbeinandi: Tanya Svavarsdóttir.
Uppbygging námskeiða: Tvisvar sinnum í viku á þriðju- og fimmtudögum í 8 vikur.
Hægt er að kaupa hálft námskeið

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.
Ekki hika – skráðu þig strax, þú munt ekki sjá eftir því 😊

P.s. Viljum einnig vekja athygli á að ennþá eru laus sæti á Aðventustund FEB þann 8. des. kl. 16:30. Skráning á Aðventustundina fer fram á vefsíðunni: klik.is – sjá nánar frétt hér á heimasíðu FEB feb.is