Hátíð í bæ – Aðventustund FEB þann 8. des. kl. 16:30-18:30

Allir að taka frá fimmtudagssíðdegið þann 8. desember því þá ætlum við að gera okkur dagamun og bjóða upp á notalega aðventustund með bókmenntaívafi.
Við fáum til okkar hann Hallgrím Helgason rithöfund til að fjalla um bækur sínar Sextíu kíló af sólskini og Sextíu kíló af kjaftshöggum, kór FEB kemur og syngur nokkur jólalög og ung tónlistarkona hún Ragnheiður María mun syngja fyrir okkur nokkur lög.
Við munum hlusta á allt þetta eyrnakonfekt meðan við rennum niður ljúffengu heitu súkkulaði og jólakökum.

Hvar: Í Ásgarði, sal FEB í Stangarhyl 4
Tímasetning: Fimmtudagurinn 8. des. kl. 16:30-18:30
Verð: 2,500 kr.

Við kynnum nýja leið til skráningar og greiðslu. Farið inn á netið og á slóðina: klik.is Þar er verið að selja miða á nokkra viðburði m.a. okkar sem heitir „Aðventustund FEB“ smellið á þann viðburð og kaupið miða 😊
Þeir sem hafa ekki möguleika á að nýta sér þessa leið til að kaupa/bóka miða, eiga ekki að hika við að hafa samband við starfsmenn FEB í síma 588 2111 eða bara koma við á skrifstofunni.

Njóttu með okkur, við hlökkum til að sjá þig