Aðalfundur FEB árið 2021, verður haldinn 6. maí

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn sem fjarfundur fimmtudaginn 6. maí og hefst hann kl. 10.00. Gert verður hlé á fjarfundinum kl.12.00 en þá verður opnaður kjörfundur í Stangarhyl 4 sem mun standa til kl. 17.00. Þangað koma þeir félagsmenn sem vilja greiða atkvæði um þau 6 sæti sem laus eru í stjórn og varastjórn FEB. Félagsmaður þarf að framvísa persónuskilríki eða félagsskírteini til að geta nýtt sér kosningarétt sinn.

Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér frambjóðendur til stjórnar með því að fara inn á eftirfarandi frétt hér á heimasíðu FEB https://www.feb.is/frambod-til-stjornar-feb-2021/

Fjarfundurinn hefst aftur að loknu hléi kl.18.00 og verða niðurstöður kosninga þá kynntar.

Aðalfundurinn fer fram í gegnum fjarfundarforritið Zoom. Staðfesta þarf mætingu á fjarfundinn með því að senda póst á netfangið feb@feb.is úr því netfangi sem félagsmaður vill fá Zoom slóðina afhenta í. Þar þarf að koma skýrt fram að viðkomandi óski eftir að taka þátt í fjarfundinum. Staðfesting á mætingu þarf að berast í síðasta lagi mánudaginn 3. maí.

Ársreikningur FEB 2021 og listi með nöfnum frambjóðenda til stjórnar liggja frammi á skrifstofu.