Tónlistin ómar hjá Kór FEB – tónleikar í vændum.

Þann 29. apríl verða haldnir sameiginlegir vortónleikar Kórs FEB og Karlakórsins Kátir karlar. Tónleikarnir verða haldnir í Grensáskirkju kl. 17. Stjórnandi Kórs Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er Bára Grímsdóttir, en stjórnandi Karlakórsins Kátir karlar er Jón Kristinn Cortes. Takið daginn strax frá og komið og njótið ljúfra tóna í faðmi vorsins.

Til upplýsingar þá var aðalfundur Kórs FEB haldinn 23. mars s.l. Í aðalstjórn voru kjörin: Gísli Jónatansson, formaður, Sigurjón Jónsson, gjaldkeri, Guðbjörg Jónsdóttir, ritari, og meðstjórnendur þau Guðrún Rögn Jónsdóttir og Heiður Þorsteinsdóttir.