Þorkell Sigurlaugsson dregur framboð sitt til formanns FEB til baka

Framkvæmdastjóri FEB
Dýrleif Guðjónsdóttir

Reykjavík 7. mars 2022

Í samtali mínu við formann félagsins sem við áttum fyrr í dag kom fram að ég Þorkell Sigurlaugsson hef ákveðið að draga framboð mitt til formanns FEB 2022 til baka.
Á þessum fundi ræddum við jafnframt að vinna saman að hagsmunamálum félagsins, m.a. ræddum við hugmyndir mínar varðandi framtíðarsýn félagsins og vorum að flestu leyti sammála þeirri sýn. Ákveðið var að við myndum eftir atvikum vinna saman að þessum málum og horfa fram á vegin og þau átakamál sem hugsanlega hafa komið upp síðustu daga eru hvað okkur varðar, að baki.

Virðingarfyllst
Þorkell Sigurlaugsson