Það er að birta til – FEB námskeiðin fara aftur af stað á morgun

Með mikilli gleði upplýsum við að námskeiðin okkar hefjast aftur á morgun skv. viðburðadagatali FEB, þar sem þá taka í gildi nýjar reglur um samkomutakmarkanir.

– ZUMBA, byrjar aftur á morgun 15 apríl
– Sterk og liðug, byrjar aftur á morgun 15. apríl
– Ljóðahópurinn, byrjar aftur á morgun 15. apríl

-Spænskan, byrjar aftur föstudaginn 16. apríl

Við munum síðan klára enskunámskeiðin í næstu viku – en hefjum líklegast ekki ný enskunámskeið fyrr en næsta haust.

Þetta getum við leyft okkur vegna þess á morgun munu taka gildi nýjar reglur þar sem fjöldi þeirra sem heimilt er að koma saman fer úr 10 í 20 manns. Fyrrgreind námskeið falla öll innan þessara marka.

Hlökkum til að sjá ykkur