Tæknilæsi – Byrjendanámskeið á spjaldtölvur

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í samvinnu með FEB, býður félagsmönnum upp á frítt þriggja daga námskeið í tæknilæsi í byrjun janúar 2022. Hægt er að koma með eigin tæki eða fá lánað á staðnum. Eingöngu er um að ræða spjaldtölvunámskeið (ath. snjallsími er í raun lítil spjaldtölva) þar sem farið er yfir grunnþætti í notkun á Android og Apple spjaldtölvum. Námskeiðin fara fram í húskynnum FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík.

Dagsetningar:
10. – 12. janúar, kl. 13.00 – 16.00 ANDROID
17. – 19. janúar, kl. 13.00 – 16.00 APPLE

Hámarksfjöldi á hvort námskeið er 10 manns. Forskráning er nauðsynleg og biðlum við til hvers og eins að vera alveg öruggur um mætingu við skráningu, þar sem um svo fá sæti er að ræða.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB eða í gegnum síma 588 2111

Dagana 13. og 20. janúar kl. 13.00 – 16.00 verða síðan opnir tímar þar sem skráning er ekki nauðsynleg. Þar er boðið upp á aðstoð við uppsetningu og notkun á eigin snjalltækjum og/eða fartölvum. Tími til að fara betur yfir efni námskeiðsins eða efni sem ekki var farið yfir.
Sýndarveruleikatæki á staðnum sem hægt er að prófa.

Fylgið Tæknilæsi á facebook.com/Taeknilaesi
Þar má finna nýjustu fréttir og upplýsingar um næstu námskeið