Spennandi FEB-innanlandsferðir í sumar, hefur þú kynnt þér þær?

Í ár býður félagið upp á fjölbreyttar innan- og utanlandsferðir líkt og undanfarin ár. Hér verður einungis fjallað um innanlandsferðirnar. Farið verður á nýjar slóðir í bland við þær hefðbundnu. Stærsta nýjungin í ár er þriggja daga ferð á sunnanverða Vestfirði með viðkomu í Flatey, sem er því miður uppseld. En við bjóðum upp á margar aðrar spennandi ferðir eins og nýja tveggja daga hálendisferð í Kerlingafjöll og Hveradali og margar aðrar.

Í maí eru eftirtaldar ferðir í boði:

  • 17. maí
    Njáluslóðir Suðurland
    Dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu.
    Verð: 18.000 kr.
  • 24. til 25. maí
    Heilsað upp á Þingeyinga
    Vorferð FEB-ferða norður í land er í Þingeyjarsýslur. M.a. farið í Ásbyrgi, Dimmuborgir, að Dettifossi og Goðafossi, fuglasafn Sigurgeirs skoðað og gist í Mývatnssveit.
    Leiðsögumaður: Kári Jónasson
    Verð: 95.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi

Í júní eru eftirtaldar ferðir í boði:

  • 8. júní
    Vestmannaeyjar
    Þar heimsækjum við m.a. Eldheima og kynnum okkur afleiðingar Heimaeyjargossins í janúar 1973 með leiðsögn Gerðar G. Sigurðardóttur.
    Leiðsögumaður: Kári Jónasson
    Verð: 21.000 kr.
  • 15. júní
    Dagsferð á Suðurnesin 
    Margir áhugaverðir staðir heimsóttir eins og safnið í Garði, Hvalsneskirkja, Hafnir og Gunnuhver. Stoppað í Grindavík í kaffi
    Leiðsögumaður: Guðrún Eyjólfsdóttir
    Verð: Kemur síðar
  • 29. júní – 1. Júlí
    Um sunnanverða Vestfirði með viðkomu í Flatey – uppseld

Í júlí eru eftirtaldar ferðir í boði:

  • 6. júlí
    Suðurland 
    Keyrt til Hellu þar sem hellarnir við Ægissíðu verða heimsóttir. Komið við á Flúðum, Skálholti, Laugarvatni og Þingvöllum í bakaleiðinni.
    Fararstjóri: Valdimar Bragason
    Verð: 23.000 kr.
  • 12. júlí
    Fjallabaksleið nyrðri, Landmannalaugar og um Vík 
    Með viðkomu í Þjóðveldisbænum í Þjórsárdal. Seinna er farið m.a. um Jökuldali og Eldgjá í Hólaskjól og snæddur kvöldverður á Hótel Dyrhólaey.
    Leiðsögumaður: Kári Jónasson
    Verð: Kemur síðar
  • 18. júlí
    Njáluslóðir Suðurland
    Önnur dagsferð þar sem Guðni Ágústsson leiðir okkur á slóðir Hallgerðar Langbrókar og Njálsbrennu.
    Verð: 18.000 kr.

Í ágúst eru eftirtalin ferð í boði:

  • 18. til 19. ágúst
    Kerlingafjöll og Hveradalir
    Önnur nýjung ársins er hálendisferð í Kerlingarfjöll og inn á Hveravelli. Þátttakendur þurfa að vera vanir að ganga í umhverfi sem þessu.
    Leiðsögumaður: Kári Jónasson
    Verð: 72.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi – einungis tvíbýli í boði

Í september er eftirtalin ferð í boði:

  • 6. til 7. september
    Haustlitir í Borgarfirði
    Helstu perlur Borgarfjarðar skoðaðar. Hádegishressing og fróðleikur í Fossatúni og hellaskoðun í Víðgelmi
    Leiðsögumaður: Kári Jónasson
    Verð: 62.000 kr. á mann m.v. gistingu í 2 manna herbergi

Nánari upplýsingar um hverja ferð er að finna hér á forsíðu heimasíðu FEB undir liðnum „Ferðalög“.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.