Spennandi FEB-ferð framunda og annað skemmtilegt í ágúst/sept

Þann 23. ágúst förum við í dagsferð í Borgarfjörðinn þar sem ýmsir áhugaverðir staðir verða heimsóttir. Við kynnumst sögu, menningu og náttúru héraðsins og skoðum m.a. Glanna, Hraunfossa, Víðgelmi, Reykholt og fleiri áhugaverða staði. Við snæðum í Fossatúni í hádeginu en endum ferðina á góðum mat í Landnámssetrinu um kvöldið. Einkar áhugaverð ferð og ein af nýrri ferðunum okkar. Innifalið í verði ferðarinnar er fararstjórn, hellaskoðun, leiðsögn, aðgangur að söfnum og tveggja rétta, bæði hádegis- og kvöldverður.
Leiðsögumaður: Kári Jónasson
Verð: 31.000
Aðrar FEB-ferðir í ágúst og sept. eru fullbókaðar

Þann 16. ágúst byrjar leikfimin okkar aftur „Sterk og liðug“
Þetta er 8 vikna námskeið sem ætlað er dömum og herrum eldri en 60 ára, sem geta ekki lengur stundað hefðbundna líkamsrækt. Allir tímarnir eru sérsniðnir að þörfum þátttakenda.
Tímasetning: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10:30-11:15
Leiðbeinandi: Tanya Svavarsdóttir.
Verð: 17.900

Nýtt Zumba Gold námskeið hefst einnig þann 16. ágúst
Um er að ræða 8 vikna dans og leikfiminámskeið sem notar svipaða uppbyggingu og Zumba Fitness, með aðeins breyttum danssporum og lækkuðum hraða, sem hentar betur dönsurum sem eru 60 ára og eldri.
Tímasetning: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:30 – 10:30
Leiðbeinandi: Tanya Svavarsdóttir.
Verð: 18.900

Nýtt 4 vikna enskunámskeið hefst í byrjun september, en þar er áherslan á talað mál. Lagt er upp með að námið sé hagnýtt og að fólk nái að bjarga sér á spjalli við enskumælandi fólk, fremur en verið sé að læra flókna málfræði. Námsgögn innifalin í verði.
Leiðbeinandi: Margrét Sölvadóttir
Uppbygging námskeiðs: tvisvar sinnum í viku í 4 vikur hvert námskeið.
Verð: 14.000 kr.

Skráning í ferðina og námskeiðin er hafin og fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is.

Skákfélagið Æsir hefur starfsemi aftur að loknu sumarfríi fyrsta þriðjudaginn í september kl. 13:00 og Gönguhrólfarnir mæta aftur í Stangarhylinn fyrsta miðvikudaginn í sept. kl. 10:00.

Ekki má gleyma dansleikjunum okkar góðu sem eru öll sunnudagskvöld hér í Stangarhylnum frá kl. 20:00 til 23:00.

Annað félagsstarf hefst að nýju eftir sumarfrí um eða upp úr miðjum september.