Spænskunámskeið hjá FEB að nýju

Þann 10. janúar hefjast spænskunámskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Eins og áður verður það hinn eini og sanni Kristinn R. Ólafsson sem kennir.
Hann mun taka fyrir framburð og nokkur undirstöðuatriði í málfræði en með aðaláherslu á talað mál og orðaforða.

Námskeiðunum verður skipt upp í þrjá hópa:
Spænska 1 er ætluð byrjendum (fullbókað)
Spænska 2 er ætluð þeim sem eitthvað eru komnir af stað (fullbókað)
Spænska 3 er ætluð þeim sem lengra eru komnir og því freistandi að hafa kennsluna að öllu leyti á spænsku – eða eins mikið á spænsku hægt er (laus sæti)

Uppbygging námskeiða: tvisvar sinnum í viku í 5 vikur í senn.
Verð: 20.000 kr.

Mikill áhugi er á þessum námskeiðum þannig að við hvetjum þig til að skrá þig sem fyrst.
Skráning fer fram á skrifstofu FEB, í gegnum síma 588 2111 eða með því að senda póst á netfangið feb@feb.is