Skrifstofan er opin – ljósmyndanámskeið

Nú höfum við opnað skrifstofuna aftur að loknu sumarfríi og tilbúin í slaginn að þjónusta ykkur eftir fremsta megni. Því miður setur Covid ástandið strax svolítið strik í reikninginn en vegna þess þurfum við því miður, að fella niður ferðina um Kjöl um Fjörður, Flateyjardal og Tröllaskaga sem fara átti dagana 8. til 11. ágúst. Aðrar ferðir eru enn á áætlun og að óbreyttu stefnum við að því að halda úti öðru félagsstarfi. Gott er að skoða Viðburðardagatalið hér á heimasíðu FEB til að sjá hvað er á dagskrá næstu vikurnar.

Í þessu samhengi viljum við vekja athygli þína á nýju námskeiði:

Viltu læra að taka betri ljósmyndir á þitt eigið tæki?
FEB í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður félagsmönnum upp á frítt 2 klukkustunda ljósmyndanámskeið mánudaginn 23. ágúst . Á námskeiðinu fá þátttakendur grunnkennslu í ljósmyndun áður en farið er út í göngutúr og allir æfa sig að taka myndir á sitt eigið tæki. Öll tæki sem taka myndir leyfileg, símar, spjaldtölvur og snjallsímar. Og auðvitað hefðbundnar myndavélar. Kennari er Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari.

Námskeið: Ljósmyndanámskeið
Dagsetning og tími: mánudaginn 23. ágúst kl. 10 – 12
Staðsetning: Stangarhylur 4
Kennari: Eva Björk Ægisdóttir, ljósmyndari.

Hámarksfjöldi er 10 manns. Forskráning er nauðsynleg og biðlum við til hvers og eins að vera alveg öruggur um mætingu við skráningu, þar sem um svo fá sæti er að ræða.

Skráning fer fram á skrifstofu FEB eða í gegnum síma 588 2111