Þar sem töluvert hefur dregið úr þátttöku á dansleikina okkar í sumar höfum við ákveðið að FEB dansleikirnir fari í sumarfrí í júlí og fram yfir miðjan ágúst. Þetta þýðir að síðasti FEB dansleikur fyrir sumarfrí verður sunnudaginn 25. júní og fyrsti FEB dansleikur eftir sumarfrí verður sunnudaginn 20. ágúst.
Við hvetjum ykkur sem allra flest að mæta hress og kát næsta sunnudag og dansa eins og enginn sé morgundagurinn. Mæta síðan aftur með krafti þann 20. ágúst, því við getum því miður ekki haldið út dansleikjunum ef mæting er lítil sem engin.
Munið að dansinn gleður og bætir heilsu,
Hlökkum til að sjá ykkur 😊