Langar þig ekki á dansleik?

Við erum byrjuð að dansa aftur eftir páskafrí og minnum á dansleik FEB sunnudaginn 16. apríl sem byrjar stundvíslega kl. 20:00.

Við bjóðum sérstaklega velkomna alla nýja dansunnendur og ætlum að leggja okkur fram við að taka vel á móti þeim. Við erum afar þakklát þeim dansunnendum sem mæta reglulega og bjóðum þá að sjálfsögðu velkomna líka.

Dansleikirnir fara fram í sal FEB í Stangarhyl 4, 110 Reykjavík og auðvitað erum við með lifandi músík. Það eru þeir Grímur Sigurðsson og Ari Jónsson sem skipa hljómsveit hússins en þeir spila á hljómborð og trommur og syngja með – einstaklega ljúfir og skemmtilegir tónlistarmenn.

Takið nú fram dansskóna og mætið næsta sunnudag og sunnudagana þar á eftir 😊